Met á met ofan hjá Ruth

Ruth landaði mesta makrílafla sem Danir hafa augum litið á …
Ruth landaði mesta makrílafla sem Danir hafa augum litið á dögunum, eða um 2.400 tonnum. mbl.is/Henning Hansen

Danska uppsjávarskipið Ruth kom til hafnar með 2.400 tonn af makríl. Aflaverðmæti skipsins frá því í mars er komið yfir 2,5 milljarða króna.

Frá þessu er greint á færeyska vefsvæðinu fiskur.fo.

Ruth er stærsta uppsjávarskip danska fiskiflotans og eru 9 manns í áhöfn. Ruth er 87,8 metrar á lengd, 16,7 metrar á breidd og 3.720 brúttótonn.

Skipið hóf veiðar um miðjan mars á þessu ári og hefur síðan þá landað afla að verðmæti rúmlega 160 milljóna danskra króna, eða um 2,6 milljörðum íslenskra króna. 

Nýlega var frá því greint á vef Fiskifrétta að Ruth hefði sett löndunarmet þegar skipið kom til hafnar í Egersund í Noregi með 2.140 tonn af síld, að verðmæti 237 milljóna íslenskra króna.

Skipið bætti svo um betur þegar það landaði 2.400 tonnum af makríl í Hirtshals í Danmörku. Þetta er stærsta löndun á ferskum makríl í Danmörku, að því er fram kemur á vefnum FiskerForum.

Haft er þar eftir skipstjóra Ruth að ekki sé einungis um að ræða stærstu makríllöndun í Danmörku, heldur einnig í Noregi, Færeyjum og Skotlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,30 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,30 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »