Markó Partners styður sjávarútvegstengt nám á Íslandi

Samningurinn handsalaður á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016.
Samningurinn handsalaður á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016. Myndin er aðsend.

Markó Partners hefur undirritað samstarfssamning við bæði Háskólann á Akureyri og Fisktækniskóla Íslands um stuðning við sjávarútvegstengt nám við áðurnefnda skóla.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Markó Partners.

Með þessum samstarfssamningi verður nemendum og starfsmönnum skólanna veittur fullur aðgangur að upplýsingaveitunni markofish.com. Að auki munu nemendur og starfsmenn fá aðgang að gögnum í gagnagrunni markofish.com í gegnum Kodiak Excel-viðbót sem þróuð hefur verið af Kóða ehf. sem hefur umsjón með gagnagrunnum markofish.com.

Markofish.com er upplýsingaveita með markaðsupplýsingum fyrir sjávarútveg og er þar m.a. að finna upplýsingar um verðþróun á fiskmörkuðum, veiði- og kvótaupplýsingar, utanríkisviðskipti, ýmiss konar greiningarefni frá helstu greiningaraðilum í sjávarútvegi, auk fyrirsagna frá fréttamiðlum í sjávarútvegi.

Markó Partners mun halda fyrirlestra og vera með sýnikennslu með raundæmum og kynna nemendum og kennurum markofish.com og möguleika á að vinna frekar með gögn í rannsóknum og kennslu.

Allir spenntir og hlakka til samstarfsins

„Við hjá Háskólanum á Akureyri erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,” sagði Ögmundur Knútsson, dósent við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Markofish.com er einstök upplýsingaveita þar sem auðvelt er að fylgjast með þróun á mörkuðum og gefur notendanum möguleika á nánari greiningu eftir eigin þörfum.”

„Við hjá Markó Partners hlökkum mjög til samstarfsins við Háskólann á Akureyri og Fisktækniskóla Íslands. Markmið okkar með markofish.com er að auka gagnsæi og gera notendum mögulegt að rýna betur í markaðsupplýsingar í sjávarútvegi,” sagði dr. Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners.

Markó Partners er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og greiningum fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. Frekari upplýsingar er að finna á https://markofish.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka