Verkalýðsfélagi Vestfirðinga hafa borist tvær tilkynningar um uppsagnir vegna hráefnisskorts sem hefur myndast vegna verkfalls sjómanna. Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri hafa gripið til þess að nýta sér þá heimild að taka starfsfólk af launaskrá vegna hráefnisskorts. Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta í morgun.
Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur hráefnisskortur gert vart við sig í fiskvinnslum víða um land.
Um er að ræða heimildarákvæði sem Vinnumálastofnun gaf tilkynningu um 19. desember að fyrirtæki gætu nýtt sér. Heimildin gefur fyrirtækjunum leyfi til að taka fólk af launaskrá og fólk sækir þá um atvinnuleysisbætur í framhaldi af því.
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir þetta vera neyðarúrræði: „Þessi leið er mun harðari en halda fólki á launaskrá, en þetta er neyðarúrræði sem fyrirtækin hafa í þeirri stöðu sem er, það er ekkert hráefni og fyrirtæki sjá ekki fram á að halda fullri vinnslu. Þarna eru fyrirtækin að taka þá áhættu að starfsfólkið nýti sér þann rétt að það geti tilkynnt að það fari að vinna annars staðar ef stoppið verður lengra en 5 vikur.“
Um er að ræða um 35 manns á Þingeyri og tæplega 60 manns hjá Odda á Patreksfirði. Uppsagnirnar ná því til hátt í 100 manns „Þetta er gríðarlegur fjöldi fólks og mjög alvarleg staða sem komin er upp. Það er bæði mikil ábyrgð fyrir okkur í stéttarfélögunum og útgerðafélögin að klára samning við sjómenn og ná að afstýra frekara tjóni. Báðir aðilar verða að koma að samningaborðinu og finna lausn á þessari deilu,“ segir Finnbogi, í samtali við Bæjarins besta en fréttina er hægt að lesa í heild hér.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |