Komið að ögurstundu í samningaviðræðum

Guðmundur Ragnarsson segir daginn í dag vendipunkt í samningaviðræðum sjómanna …
Guðmundur Ragnarsson segir daginn í dag vendipunkt í samningaviðræðum sjómanna og útgerða. Mynd úr safni.

Sjómenn hafa nú verið í verkfalli í 5 vikur. Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að tíminn hingað til hafi farið í „minni málin“, en nú sé komið að vendipunkti í samningaviðræðunum.

Samningaviðræður um nýjan kjarasamning sjómanna halda áfram í dag og boðað hefur verið til fundar kl. 13 hjá Ríkissáttasemjara.

„Þetta þokast á hverjum degi,“ sagði Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, í samtali við mbl.is nú í morgun. Hann segir menn hafa náð að tala sig í átt til sátta varðandi einhver atriði, en enginn endanlegur samningstexti liggi fyrir enn sem komið er.

Komið að ögurstundu

Guðmundur segir komið að vendipunkti í viðræðum samningsaðila frá og með deginum í dag.

„Ég held að dagurinn í dag muni verða eins konar ögurstund í þessu. Það ræðst að miklu leyti í dag hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðmundur.

Inntur eftir því hvort hann sé að vísa til þess að taka eigi fyrir stóru málin sem sjómenn segjast verulega ósáttir við, olíuverðsviðmiðið og nýsmíðaálagið, segir hann að verið sé að ræða öll mál.

Stóru málin ekki verið rædd af neinu viti hingað til

„En það eru náttúrulega þessi stóru mál sem eru á borðinu hjá báðum aðilum og þau hafa hingað til ekki verið rædd af neinu viti. Það var ákveðið að fara fyrst í þessi minni mál og allur tíminn hingað til hefur farið í það. Það er nú þess vegna sem ég segi að dagurinn í dag sé ákveðinn vendipunktur og muni hafa mikil áhrif á það hvernig framhaldið verður,“ bætir Guðmundur við.

Hann segir að eitthvað verði að fara að gerast enda hafi fiskiskipaflotinn legið við bryggju í 5 vikur.

„Menn verða að fara að gera það upp við sig hvar menn ætla að standa fastir fyrir fram í rauðan dauðann, beggja vegna borðsins. Ef allir ætla að standa pikkfastir á sínu get ég ekki séð annað en að við verðum í verkfalli eitthvað áfram. Það er bara þannig,“ sagði Guðmundur Ragnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »