Viðræðurnar í dag sigldu í strand

Enn sér ekki til lands í kjaraviðræðum sjómanna.
Enn sér ekki til lands í kjaraviðræðum sjómanna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Viðræðum fulltrúa sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið frestað fram til mánudags. Opnað var fyrir umræðu um „stóru málin“ í gær og heimildir mbl.is herma að viðræður í dag hafi strandað á þeim.

Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er staðan viðkvæm. Hann segir samninganefndir sjómanna vilja heyra í sínu fólki og að fundir verði í félögum sjómanna næstu daga, þar sem farið verður yfir stöðuna.

Frétt mbl.is: Komið að ögurstundu í samningaviðræðum

Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, sagði í samtali við mbl.is í gær að komið væri að „ögurstundu“ í samningaviðræðunum.

„Ég held að dag­ur­inn í dag muni verða eins kon­ar ög­ur­stund í þessu. Það ræðst að miklu leyti í dag hvernig fram­haldið verður,“ sagði Guðmund­ur.

Hann svaraði því ekki beint hvort ræða ætti þau mál sem sjómenn væru verulega ósáttir við, olíu­verðsviðmiðið og ný­smíðaálagið, en sagði öll mál á borðinu.

„Það eru nátt­úr­lega þessi stóru mál sem eru á borðinu hjá báðum aðilum og þau hafa hingað til ekki verið rædd af neinu viti. Það var ákveðið að fara fyrst í þessi minni mál og all­ur tím­inn hingað til hef­ur farið í það. Það er nú þess vegna sem ég segi að dag­ur­inn í dag sé ákveðinn vendipunkt­ur og muni hafa mik­il áhrif á það hvernig fram­haldið verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,67 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,67 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »