Tímaritið Frjáls Verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað en meðal efnis þar eru áætlaðar tekjur tekjuhæstu útgerðarmanna og sjómanna landsins. Hér að neðan má sjá þá sem skipa tíu efstu sætin í flokki skipstjóra.
Í tekjublaðinu er þó tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2016 sé að ræða og að þær þurfi ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn geti falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafi margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum, segir í blaðinu.
- Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi NS - 4.433 þúsund krónur á mánuði.
- Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK - 4.065 þúsund krónur á mánuði.
- Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU - 4.035 þúsund krónur á mánuði.
- Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni - 3.540 þúsund krónur á mánuði.
- Guðmundur H. Guðmundsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum - 3.356 þúsund krónur á mánuði.
- Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK - 3.259 þúsund krónur á mánuði.
- Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóri á Beiti NK - 3.223 þúsund krónur á mánuði.
- Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri í Neskaupstað, 3.176 þúsund krónur á mánuði.
- Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE - 3.159 þúsund krónur á mánuði.
- Hörður Már Guðmundsson, skipstjóri á Sigurði VE - 3.096 þúsund krónur á mánuði.