Tímaritið Frjáls Verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað en meðal efnis þar eru áætlaðar tekjur tekjuhæstu útgerðarmanna og sjómanna landsins. Hér að neðan má sjá þá sem skipa tíu efstu sætin í flokki forstjóra og framkvæmdastjóra útgerða.
Í tekjublaðinu er þó tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2016 sé að ræða og að þær þurfi ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn geti falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafi margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum, segir í blaðinu.
- Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda - 3.929 þúsund krónur á mánuði.
- Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar - 3.701 þúsund krónur á mánuði.
- Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar - 3.535 þúsund krónur á mánuði.
- Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju - 3.526 þúsund krónur á mánuði.
- Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja - 3.091 þúsund krónur á mánuði.
- Magnús Kristinsson, fv. framkvæmdastjóri Bergs-Hugins - 3.033 þúsund krónur á mánuði.
- Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims - 2.831 þúsund krónur á mánuði.
- Stefán Baldvin Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja - 2.780 þúsund krónur á mánuði.
- Steingrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks - 2.657 þúsund krónur á mánuði.
- Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar - 2.622 þúsund krónur á mánuði.