Freista þess að finna SS Wigry

25 skipverjar drukknuðu þegar SS Wigry sökk á Faxaflóa
25 skipverjar drukknuðu þegar SS Wigry sökk á Faxaflóa Mynd/Sjóminjasafn Íslands

Hafin verður leit í sumar að flaki pólska flutningaskipsins SS Wigry sem fórst í aftakaveðri nærri Mýrum fyrir 75 árum síðan. Af 27 manna áhöfn lifðu aðeins tveir af, einn Íslendingur og einn Pólverji.

SS Wigry var á leið frá Reykjavík til New York í Bandaríkjunum sökk 15. janúar 1942. Skipverjar komust í björgunarbát sem síðan hvolfdi og náðu aðeins nokkrir að komast á kjölinn. Fjórir þeirra freistuðu þess að synda í land en aðeins tveir lifðu sundið af, Íslendingurinn Bragi Kristjánsson og Pólverjinn Ludwik Smolski. Hinir drukknuðu í flæðarmálinu. 

Í maílok var afhjúpaður minnisvarði um skipið í fjörunni við Syðra Skógsnes og minningarsýningin „Minningin lifir“ opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík.

Witek Bogdanski, sem starfar í flutningastjórnunardeild Samskipa, er sýningarstjóri sýningarinnar og hefur aflað upplýsinga um skipið. Witek hefur meðal annars beitt sér fyrir byggingu líkans af skipinu, sem til sýnis í Sjóminjasafninu, ásamt öðrum fróðleik um þessa síðustu sjóferð SS Wigry. Um miðjan júlí tekur Witek þátt í köfunarleiðangri þar sem þess verður freistað að finna flak SS Wigry og þar með enn frekari upplýsingar um þessa síðustu ferð flutningaskipsins.

Líkanið átti að standa út júnímánuð en aðstandendur hennar hafa fengið boð um að hún standi fram á haust. Í sumar verður efni sýningarinnar einnig sett upp á Sjóminjasafninu í Gdansk í Póllandi, að undanskildu líkani skipsins, sem verður áfram til sýnis hér á Íslandi.

Minningin heiðruð

Til stendur að heiðra minningu SS Wigry og áhafnar flutningaskipsins frekar í sumar, því nú í byrjun júlí er stödd hér á landi pólska freigátan Kosciuszko – ORP Generał Tadeusz Kościuszko, í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu Atlantshafsbandalagsins. Áhöfn hennar tekur næsta föstudag þátt í athöfn við minnisvarða þeirra sem farist hafa á sjó í Fossvogskirkjugarði og lagður verður blómsveigur að minnismerkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »