Útbreiðsla lúsarinnar eykst með laxeldinu

Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina Havforskningsinstituttet, ræddi …
Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina Havforskningsinstituttet, ræddi laxalúsina og áhrif hennar á norska laxastofna. mbl.is/ Kristinn Magnússon

Laxalús hefur aukið útbreiðslu sína með laxeldi í Noregi og lúsin berst úr eldislaxinum yfir í villta laxinn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina Havforskningsinstituttet á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um áhættumat Hafrannsóknastofnunnar um laxeldi. Sagði Tarenger ástandið hafa farið versnandi undanfarin fimm ár.

Um 600 eldisstöðvar eru nú í Noregi, en laxeldi þróaðist mjög hratt þar í landi fram til ársins 2011 er auknar kröfur um sjálfbærni eldisins komu fram. „Þetta er áhættusamt eldi. Það er mikil hætta á sleppingum,“ segir Taranger og bætir við að ástandið í Noregi hafi þó batnað verulega með bættum búnaði og hertum reglum.

Allt að 200.000 laxaseiði mega vera í hefðbundinni sjókví í Noregi og má hver fiskur ná að  hámarki 5 kg stærð.

678 milljónir í rannsóknir árlega

Taranger segir norska sjávarútvegsráðuneytið láta vinna árlega skýrslu um kosti og galla eldisins, m.a. áhættuþætti á borð við sýkingar og er 50 milljónum norskra króna, eða um 678 milljónum íslenskra króna, varið í rannsóknir á eldislaxinum árlega.

„Mesta hættan á sjúkdómum kemur frá opnu eldi, en við erum með gott kerfi og það hefur mikil vinna verið lögð í að bæta það.“ Hann nefnir að búið sé að styrkja eldiskvíarnar og mikil vinna sé nú lögð í að ná aftur þeim seiðum sem sleppa.

Eldisstöðvunum er gert að greiða fyrir þau seiði sem sleppa og finnist meira en 4% af eldislaxi í ám fá sveitastjórnir sérfræðinga til verksins og senda eldisstöðvunum síðan reikninginn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrði fundinum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrði fundinum. Kristinn Magnússon

Fyrir vikið, segir Tarenger, norsk yfirvöld í dag hafa góða yfirsýn yfir ástandið í laxveiðiám landsins.

Meira um laxalús í sjóbirtingi

Töluverða vinna hefur líka verið lögð í rannsókn á áhrifum laxalúsarinnar á eldislax og villtan lax. „Laxalúsinni hefur fjölgað á þeim stöðum við strendur landsins þar sem laxeldi fer fram  og ástandið hefur farið versnandi sl. fimm ár,“ segir hann.

Flókið sé að fá ítarlega mynd af því sem er að gerast og vissulega hafi áhættumat Havforskningsinstituttet sínar takmarkanir. Yfirvöld hafa m.a. verið gagnrýnd fyrir að ofmeta hættuna. Rannsóknin talar engu að síður sínu máli að sögn Tarengers og hefur t.a.m. sýnt að minni laxalús sé að finna á villtum laxi í ám fjarri eldisstöðum. „Áður en rannsóknin var gerð höfðum við litlar sannanir fyrir því að laxalúsin úr eldislaxi hefði slæm áhrif á villta laxinn,“ segir Tarenger. Þetta hafi rannsóknin hins vegar staðfest, m.a. með því að sýna fram á að ástandið í sjóbirtingi sé verra.

Eldisstöðvar bera ábyrð á tengdum svæðum í sameiningu

Reiknilíkön Havforskningsinstituttet taka m.a. hafstrauma inn í myndina þegar verið er að skoða áhrifin á dreifingu laxalúsarinnar. „Laxalúsin getur borist lengra með hafstraumum en aðrir sjúkdómar,“ segir Tarenger og nefnir að náttúrulegar hindranir og tengslamöguleikar svæða hafi þó sín áhrif.

Hann bætir við að norskar reglur kveði á um að eldisstöðvum sé gert að bera í sameiningu ábyrgð á þeim svæðum sem tengjast.

„Það er möguleiki að í framtíðinni verði sumar eldisstöðvar fjarlægðar til að skapa nokkurs konar eldveggi á milli,“ segir Tarenger og bætir við að eins séu náttúrulegir firðir þar sem lúsina sé ekki að finna og þar sem laxeldi sé ekki heimilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,58 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,58 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »