Fengu viðurkenningu fyrir björgun skútunnar

Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, tekur við viðurkenningunni.
Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, tekur við viðurkenningunni. mbl.is/Golli

Charles D. Michel, aðmíráll og næstæðsti yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í gærmorgun skipverja á Árna Friðrikssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, áhöfn flugvélar Isavia, TF-FMS, og starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiant í sumar.

Ljósmyndari mbl.is var viðstaddur þegar athöfnin fór fram um borð í varðskipinu Þór.

Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Árni Friðrikssyni, var sæmdur sérstakri viðurkenningu fyrir hugdirfsku (e. Certificate of Valor) en áhöfn skipsins fékk viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu (e. Certificate of Public Service). Flugstjóri og flugmaður TF-FMS og varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru einnig sæmdir viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu.

Að lokinni athöfninni, sem haldin var í sannkölluðu blíðskaparveðri, bauð Landhelgisgæslan til vöfflukaffis í matsal varðskipsins.

Morgunsólin lýsti upp athöfnina í blíðskaparveðri í Reykjavíkurhöfn.
Morgunsólin lýsti upp athöfnina í blíðskaparveðri í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Árni Friðriksson í þrjátíu sjómílna fjarlægð

Valiant lenti í alvarlegum sjávarháska aðfaranótt 26. júlí þegar brotsjór reið yfir hana.

Þrír þaulreyndir sjómenn voru um borð þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar nam boð frá neyðarsendi skútunnar djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við mörk fiskveiðilögsögunnar. Varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöðinni skipulögðu og stýrðu aðgerðum sem leiddu að lokum til þess að skútan fannst og áhöfninni var bjargað.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu neyðarsendisins og óskaði stjórnstöð LHG eftir því að skipið færi þegar á vettvang, að því er fram kemur á vef Gæslunnar.

Snæbjörn Guðbjarnarson flugstjóri og Hallgrímur Jónsson flugmaður taka við viðurkenningum …
Snæbjörn Guðbjarnarson flugstjóri og Hallgrímur Jónsson flugmaður taka við viðurkenningum sínum. mbl.is/Golli

Undirbúningur, fagmennska og kjarkur

„Snemma um morguninn var flugvél Isavia, TF-FMS, var kölluð út til leitar og tókst flugmönnum hennar að miða út fjarskiptasendingar frá skútunni og staðsetja hana með nákvæmum hætti.

Var Árna Friðrikssyni í framhaldinu beint á staðinn. Skipstjóri og áhöfn rannsóknarskipsins björguðu mönnunum þremur um borð við krefjandi aðstæður og hlúðu vel að þeim uns hægt var að koma þeim í land nokkrum dögum síðar.“

„Und­ir­bún­ing­ur, fag­mennska og kjark­ur voru upp­skrift­in að því sem gerði það að verk­um að þetta óhapp endaði jafn vel og raun bar vitni,“ sagði Morrie Pier­sol, einn skip­verjanna þriggja eftir björgunina.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fylgdist með.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fylgdist með. mbl.is/Golli
Stjórnandi og varðstjórar í stjórnstöð LHG, auk mannauðsstjóra LHG, taka …
Stjórnandi og varðstjórar í stjórnstöð LHG, auk mannauðsstjóra LHG, taka við viðurkenningu frá aðmírálnum. mbl.is/Golli
Áhöfnin á Árna Friðrikssyni.
Áhöfnin á Árna Friðrikssyni. mbl.is/Golli
Á þilfari Þórs í blíðskaparveðri.
Á þilfari Þórs í blíðskaparveðri. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »