Styttist í heimsiglingu

Breki á siglingu. Skipin hafa reynst vel í prófunum sem …
Breki á siglingu. Skipin hafa reynst vel í prófunum sem gerðar hafa verið í skipasmíðastöðinni í Kína.

Togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa undanfarið verið í veiðarfæraprófunum í kínverskri landhelgi. Breki verður sendur í aðra reynsluferð þegar brugðist hefur verið við minni háttar aðfinnslum í fyrri ferðinni. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að fulltrúar Samgöngustofu fóru til Kína og tóku skipin út eins og lög gera ráð fyrir og voru í kínversku skipasmíðastöðinni í um viku við úttekt á togurunum tveimur.

Talsverðar tafir hafa orðið á smíði skipanna í skipasmíðastöð í borginni Rongcheng í Kína og ekki liggur fyrir hvenær þau verða afhent. Greint var frá samningi um smíði skipanna í byrjun júní 2014 og var þá ráðgert að þau yrðu afhent á árinu 2016. Skipin voru sjósett 19. apríl í fyrra, en þau eru hönnuð af verkfræðistofunni Skipasýn og eru um 50 metra löng og 13 metra breið.

Í Gulahafi. Skipin drógu trollin vel að sögn skipstjóra Breka.
Í Gulahafi. Skipin drógu trollin vel að sögn skipstjóra Breka.

Fá og tiltölulega smá verk standa enn út af

„Augljóst er að Breki og Páll koma ekki hingað til lands fyrr en komið er árið 2018 en best er í ljósi reynslunnar að nefna engar frekari tímasetningar að sinni. Það hefur dregist úr hömlu að ljúka því sem eftir er!“ segir á vef VSV. Fá og tiltölulega smá verk standa enn út af, en í lokin verða skipin tekin í slipp á nýjan leik til að ljúka við að mála þau áður en þeim verður siglt heim á leið.

Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Breka VE, er nýkominn frá Kína og tók þátt í reynsluveiðum á báðum íslensku togurunum. Hann segir í samtali við vef Vinnslustöðavrinnar að skipin hafi reynst mjög vel.

„Við sigldum um 30 mílur út á Gulahaf, mitt á milli Kína og Suður-Kóreu, og vorum þar bæði í góðviðri og í kalda sem Kínverjar kölluðu reyndar brælu. Þannig gátum við prófað veiðar við mismunandi veðurskilyrði á miðunum. Skipin drógu trollin vel og það kom ágætlega út þegar prófað var að beygja skipunum á meðan togað var,“ er haft eftir Magnúsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »