Styttist í heimsiglingu

Breki á siglingu. Skipin hafa reynst vel í prófunum sem …
Breki á siglingu. Skipin hafa reynst vel í prófunum sem gerðar hafa verið í skipasmíðastöðinni í Kína.

Tog­ar­arn­ir Breki VE og Páll Páls­son ÍS hafa und­an­farið verið í veiðarfæra­próf­un­um í kín­verskri land­helgi. Breki verður send­ur í aðra reynslu­ferð þegar brugðist hef­ur verið við minni hátt­ar aðfinnsl­um í fyrri ferðinni. Fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar að full­trú­ar Sam­göngu­stofu fóru til Kína og tóku skip­in út eins og lög gera ráð fyr­ir og voru í kín­versku skipa­smíðastöðinni í um viku við út­tekt á tog­ur­un­um tveim­ur.

Tals­verðar taf­ir hafa orðið á smíði skip­anna í skipa­smíðastöð í borg­inni Rongcheng í Kína og ekki ligg­ur fyr­ir hvenær þau verða af­hent. Greint var frá samn­ingi um smíði skip­anna í byrj­un júní 2014 og var þá ráðgert að þau yrðu af­hent á ár­inu 2016. Skip­in voru sjó­sett 19. apríl í fyrra, en þau eru hönnuð af verk­fræðistof­unni Skipa­sýn og eru um 50 metra löng og 13 metra breið.

Í Gulahafi. Skipin drógu trollin vel að sögn skipstjóra Breka.
Í Gula­hafi. Skip­in drógu troll­in vel að sögn skip­stjóra Breka.

Fá og til­tölu­lega smá verk standa enn út af

„Aug­ljóst er að Breki og Páll koma ekki hingað til lands fyrr en komið er árið 2018 en best er í ljósi reynsl­unn­ar að nefna eng­ar frek­ari tíma­setn­ing­ar að sinni. Það hef­ur dreg­ist úr hömlu að ljúka því sem eft­ir er!“ seg­ir á vef VSV. Fá og til­tölu­lega smá verk standa enn út af, en í lok­in verða skip­in tek­in í slipp á nýj­an leik til að ljúka við að mála þau áður en þeim verður siglt heim á leið.

Magnús Rík­h­arðsson, skip­stjóri á Breka VE, er ný­kom­inn frá Kína og tók þátt í reynslu­veiðum á báðum ís­lensku tog­ur­un­um. Hann seg­ir í sam­tali við vef Vinnslu­stöðavr­inn­ar að skip­in hafi reynst mjög vel.

„Við sigld­um um 30 míl­ur út á Gula­haf, mitt á milli Kína og Suður-Kór­eu, og vor­um þar bæði í góðviðri og í kalda sem Kín­verj­ar kölluðu reynd­ar brælu. Þannig gát­um við prófað veiðar við mis­mun­andi veður­skil­yrði á miðunum. Skip­in drógu troll­in vel og það kom ágæt­lega út þegar prófað var að beygja skip­un­um á meðan togað var,“ er haft eft­ir Magnúsi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 595,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 721,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 470,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 429,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,85 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 273,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.4.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.261 kg
Þorskur 1.976 kg
Langa 877 kg
Keila 99 kg
Karfi 77 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 5.382 kg
3.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 584 kg
Ýsa 370 kg
Keila 186 kg
Þorskur 132 kg
Hlýri 30 kg
Langa 10 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 1.318 kg
3.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.355 kg
Steinbítur 126 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 2.496 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.25 595,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.25 721,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.25 470,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.25 429,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.25 192,85 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.25 234,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.25 273,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.4.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.261 kg
Þorskur 1.976 kg
Langa 877 kg
Keila 99 kg
Karfi 77 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 5.382 kg
3.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 584 kg
Ýsa 370 kg
Keila 186 kg
Þorskur 132 kg
Hlýri 30 kg
Langa 10 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 1.318 kg
3.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.355 kg
Steinbítur 126 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 2.496 kg

Skoða allar landanir »