Aukið fjármagn í rannsóknir og viðhald

Farið verður í loðnuleiðangur í janúar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert …
Farið verður í loðnuleiðangur í janúar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármagni í tölvustýringarbúnað um borð í Árna Friðrikssyni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nokkra aukningu er að finna í fjárlagafrumvarpinu á fjármagni til Hafrannsóknastofnunar á næsta ári. Auknu fé verður varið til rannsókna á lífríkinu í hafinu og verður úthaldsdögum rannsóknaskipa fjölgað og tækjabúnaður þeirra bættur. Í frumvarpinu kemur fram að áætlað er að kortleggja um 6% af hafsbotninum í efnahagslögsögu árið 2018.

Gert er ráð fyrir því að fjárheimildir hækki um 165 milljónir króna vegna framlags til aukinna rannsókna Hafrannsóknastofnunar.

„Vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita við Ísland hefur útbreiðsla og stofnstærð ýmissa fiskistofna breyst. Sérstaklega eru þessar breytingar hraðar í uppsjávarfiskum. Útbreiðsla loðnu hefur breyst mikið undanfarin ár, mælingar og rannsóknir taka því meiri tíma en áður og kosta meira. Gert er ráð fyrir að auka rannsóknir með auknu úthaldi rannsóknaskipa,“ segir í fjárlagafrumvarpinu.

Loðnuleiðangur í janúar

Þá er gert ráð fyrir að 30 milljónum verði forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar til þess að styrkja loðnurannsóknir með ráðningu sérfræðinga í líkana- og bergmálsmælingum.

Framundan í janúar er árlegur leiðangur til að rannsaka útbreiðslu og ástand loðnustofnsins og taka bæði rannsóknaskipin, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, þátt í verkefninu. Í umfangsmiklum loðnuleiðangri í september og fram í október fannst talsvert af loðnu. Í kjölfarið gaf stofnunin út ráðgjöf um að aflamark á vertíðinni 2017/18 verði 208 þúsund tonn og koma rúmlega 126 þúsund tonn í hlut Íslands.

Fréttin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.24 400,31 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.24 468,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.24 376,83 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.24 340,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.24 146,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.24 182,80 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 3.7.24 424,82 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
3.7.24 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 758 kg
Ufsi 43 kg
Karfi 15 kg
Samtals 816 kg
3.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 8.680 kg
Þorskur 865 kg
Steinbítur 735 kg
Skarkoli 161 kg
Hlýri 100 kg
Sandkoli 98 kg
Langlúra 92 kg
Þykkvalúra 32 kg
Samtals 10.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.24 400,31 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.24 468,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.24 376,83 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.24 340,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.24 146,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.24 182,80 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 3.7.24 424,82 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 110 kg
Samtals 110 kg
3.7.24 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 758 kg
Ufsi 43 kg
Karfi 15 kg
Samtals 816 kg
3.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 8.680 kg
Þorskur 865 kg
Steinbítur 735 kg
Skarkoli 161 kg
Hlýri 100 kg
Sandkoli 98 kg
Langlúra 92 kg
Þykkvalúra 32 kg
Samtals 10.763 kg

Skoða allar landanir »