Stormur HF 294, nýtt línu- og netaskip útgerðarinnar Storms Seafood sem sigldi til Reykjavíkurhafnar í gær, er fyrsta fiskiskipið á Íslandi sem drifið er af rafmótor og sömuleiðis fyrsta nýsmíði í línuskipaflota landsmanna í 16 ár.
Eins og Morgunblaðið greinir frá í dag kemur skipið hingað frá Gdansk í Póllandi, þar sem skrokkurinn var lengdur úr 23 í 45 metra en útgerðin keypti skrokkinn í Nýfundnalandi fyrir nokkrum árum.
Ljóst er að rafbúnaður skipsins mun minnka umhverfisáhrif og auka hagkvæmni við veiðar.
Steindór Sigurgeirsson, aðaleigandi Storms Seafood, segir í samtali við 200 mílur að skipið sé „dísil-rafknúið“ (e. diesel-electric) þar sem skrúfubúnaðurinn sé knúinn af rafmótor.
„Orkan er fengin með dísil-eldsneyti, sem drífur rafmótorinn,“ segir Steindór og bætir við að hann telji að með þessu sé orkunotkun helmingi minni en hjá sambærilegu skipi.
„Mikilvægt er að fleiri aðilar í sjávarútveginum líti til kaupa á skipum líkt og Stormi sem er afar umhverfisvænn og gengur fyrir rafmótor. Eldsneytisnotkun á sambærilegum skipum er afar mikil og þarf geirinn í heild að huga betur að loftslagsmálum,“ segir Steindór.
„Hagkvæmni við veiðar eykst einnig við komu skipsins en það er búið nýjustu gerð línubeitingarvélar sem tekur mun meira en sambærileg skip hér á landi. Það má því segja að koma skipsins marki tímamót í íslenskum sjávarútvegi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |