Furða sig á framferði Íslendinga

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þá er því mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur sé felldur úr gildi.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Færeyjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu 2018 í kjölfar þess að ekki höfðu náðst samningar um gagnkvæmar heimildir. Samkomulag hafi verið um að halda viðræðum áfram en í þess stað hafi umrædd ákvörðun verið tekin af hálfu Íslands mjög óvænt milli jóla og nýárs.

Frétt mbl.is: Óvissa ríkir vegna deilu við Færeyjar

Meðal annars hafi verið fellt úr gildi samþykkt og gildandi samkomulag um loðnuveiðar fyrir árið 2018. „Landstjórn Færeyja undrast þetta framferði mikið og mótmælir þessari ólöglegu aðgerð. Sjávarútvegsráðherra hefur, í samræmi við gildandi lög, ráðfært sig við utanríkismálanefnd Lögþingsins vegna málsins,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Fram kemur að í tilkynningu íslenskra stjórnvalda vegna ákvörðunarinnar sé lýst samskiptum sem séu ekki í samræmi við sjónarmið Færeyinga og upplifun þeirra af stöðunni. Meðal annars að Færeyjar hafi lagt fram nýjar og auknar kröfur í viðræðunum sem sé ekki rétt. Um hefðbundnar viðræður væri að ræða þar sem báðir aðilar hafi viðrað óskir sínar.

Lengi viljað endurskoða skorðurnar

Færeyingar hafi óskað eftir því að íslensk stjórnvöld féllu frá ákveðnum skorðum sem settar hafi verið á veiðar færeyskra skipa við Ísland. Það er að þau gætu aðeins landað þriðjungi loðnuafla síns til manneldisvinnslu í Færeyjum. Færeyingar hafi árum saman viljað breyta þessu og sýnt fram á að krafan færi gegn fríverslunarsamningi landanna tveggja.

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja. Ljósmynd/Sendiráð Færeyja

„Það er óskiljanlegt að í samkomulagi um fiskveiðar sé ákvæði sem kveður á um að ekki sé hægt að nýta fiskaflann á þann hátt sem skilar mestum verðmætum og gæðum og miklum verðmætum sé kastað á glæ,“ segir ennfremur. Samkomulag hafi verið um að embættismenn þjóðanna leystu úr þessu í síðasta lagi sumarið 2017 en ekkert hafi gerst.

„Þess vegna fóru Færeyingar nú fram á að teknar yrðu raunhæfar ákvarðanir til þess að greiða fyrir því að þessar skorður yrðu felldar úr gildi,“ segir áfram. „Færeyjar óskuðu þess einnig að möguleikar færeyskra skipa til þorskveiða innan lögsögu Íslands yrðu auknir og buðu heimildir til veiða á uppsjávarfiski á móti auk kolmunna og í norsk-íslenskri síld.

„Ísland vildi ekki semja um leiðir til að aflétta skorðum við veiðum færeysku loðnuskipanna. Þá kröfðust þeir að yrðu möguleikar Færeyja til þorskveiða við Ísland auknir, myndi loðnukvóti Færeyinga minnka um 20%,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hafi reynst mögulegt að ná samkomulagi um þetta og viðræðum því frestað og ákveðið að leita áfram lausna.

Hlaupið frá gerðum samningi um loðnu

Þessi ágreiningur hafi haft þær afleiðingar að eftir 31. desember hafi íslensk fiskiskip ekki getað haldið áfram að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld innan lögsögu Færeyja. Bent er á að íslensk skip hafi veitt mikið af þessum tegundum við Færeyjar undanfarin ár. Eins geti færeysk skip ekki haldið áfram að veiða botnfisk á Íslandsmiðum á þessu ári.

Frétt mbl.is: Fella úr gildi veiðiheimildir Færeyinga

Haft er eftir Høgna Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, að hann undrist það verulega að Ísland skuli með þessum hætti hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands um loðnuveiðar vegna þessa árs og sérstaklega að það skuli vera gert eftir að Ísland hafi nýtt sér sína möguleika til kolmunna- og síldveiða sem í samningnum felist.

„Samningaviðræður milli bræðraþjóða byggjast á óskum frá báðum löndunum og vilja til að finna lausnir og samninga, sem eru báðum aðilum gagnlegir – og sem greiða úr áður óleystum málum sem upp koma á ný. Við Færeyingar göngum einnig nú til samningaviðræðna á venjulegan hátt og í góðum anda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka