Magra langreyði rak á land á Hvalsnesi

Sölvi segir langreyði yfirleitt halda sig við landgrunnið.
Sölvi segir langreyði yfirleitt halda sig við landgrunnið. Skjáskot/Myndskeið Víkurfrétta

Sautján metra langreyði rak á land á Hvalsnesi, rétt utan við Sandgerði um helgina. Sjaldgæft er að þetta annað stærsta spendýr veraldar finnist í fjöru, segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, sem tók sýni úr dýrinu á sunnudag.

Í samtali við 200 mílur bendir hann á að erfitt geti reynst að greina nákvæmlega af hverju dýrið drapst.

„Orsökin er óljós en það er greinilegt að dýrið var mjög magurt, sem bendir til þess að það hafi verið veikt. Það er þó erfitt að staðfesta það með fullkomnum hætti.“

Hvalurinn mældist 17,25 metrar að lengd, eða rétt undir meðallengd fullvaxinna langreyða, sem er á bilinu 18 til 22 metrar. Ekki var unnt að mæla þyngd dýrsins en ljóst er að hún er töluvert undir meðalþyngdinni, 40 til 70 tonn.

Meðfylgjandi myndskeið tók Hilmar Bragi Bárðarson fyrir Víkurfréttir, en þar var fyrst greint frá hvalrekanum.

„Kolrangur tími“

Eitt er hægt að fullyrða með vissu, segir Sölvi:

„Þetta er kolrangur tími fyrir þessa tegund til að vera við Ísland. Þótt það sjáist af og til langreyður við Ísland á þessum tíma árs þá er helsti tími þeirra þegar allt er í blóma við Ísland. Mestur er fjöldinn í júlí og ágúst og yfirleitt fara þær héðan síðsumars,“ segir Sölvi og bætir við að hann reki ekki minni til að langreyði hafi rekið á land á Suðurnesjum á undanförnum árum.

„Ástæðan fyrir því er að þær afla sinnar fæðu aðallega við landgrunnið, þannig að þær eru dálítið langt úti. Við hvalatalningar sjáum við þær yfirleitt einmitt við landgrunnið, þegar fer að dýpka verulega.“

Öðru máli gildi um t.d. hrefnu.

„Þær sjáum við mjög nálægt landi en þar eru þær að éta uppsjávarfiska.“

Mestur er fjöldinn hér við land í júlí og ágúst.
Mestur er fjöldinn hér við land í júlí og ágúst. Skjáskot/Myndskeið Víkurfrétta

Næststærsta spendýr jarðar

Langreyðurin er önnur stærsta hvalategund veraldar, og um leið næststærsta spendýrið, og er skráð í útrýmingarhættu á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, IUCN.

Sölvi leggur áherslu á að sú flokkun á ekki við um íslenska stofninn, sem sé í mjög góðu ástandi samkvæmt öllum úttektum sem gerðar hafi verið á honum.

Skráningin helgist þannig nánast eingöngu af slæmu ástandi stofnanna á suðurhveli jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 570,17 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 339,97 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 194,76 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,35 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.061 kg
Þorskur 3.364 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 8.578 kg
14.1.25 Breki VE 61 Botnvarpa
Steinbítur 1.544 kg
Langa 770 kg
Samtals 2.314 kg
14.1.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.352 kg
Ýsa 273 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.670 kg
14.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.517 kg
Ýsa 861 kg
Samtals 6.378 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 570,17 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 339,97 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 194,76 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,35 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.061 kg
Þorskur 3.364 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 8.578 kg
14.1.25 Breki VE 61 Botnvarpa
Steinbítur 1.544 kg
Langa 770 kg
Samtals 2.314 kg
14.1.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.352 kg
Ýsa 273 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.670 kg
14.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.517 kg
Ýsa 861 kg
Samtals 6.378 kg

Skoða allar landanir »