„Höfum tekið stökk inn í nýja öld“

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey.
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey. Ljósmynd/HB Grandi

„Það gengur mjög vel. Skip og búnaður hafa staðið fyllilega undir væntingum og ég lít svo á að með tilkomu þessara nýju skipa þá höfum við tekið stökk inn í nýja öld,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK. Togarinn er nú í fyrsta túrnum eftir að millidekkið var innréttað og sjálfvirkt lestarkerfi var sett í skipið hjá Skaganum 3X á Akranesi.

„Þótt þetta sé fyrsta ferðin þá er ekki um eiginlega veiðiferð að ræða. Við erum fyrst og fremst að prófa allan búnað sem sést best á því að af 18 manns um borð eru átta tæknimenn,“ er haft eftir Eiríki á vef HB Granda en að sögn hans hefur allur búnaður virkað nánast fullkomlega.

Engey og Akurey, tvö nýrra systurskipa HB Granda.
Engey og Akurey, tvö nýrra systurskipa HB Granda. Ljósmynd/Kristján Maack

Sestur aftur á skólabekk

„Það hefur lítilræði komið upp varðandi aðgerðaraðstöðuna á millidekkinu en sjálfvirka lestarkerfið hefur virkað hnökralaust. Tölvubúnaðurinn og stýringarnar í brúnni eru aðalmálið. Það tekur tíma að læra fullkomlega á þennan búnað og í raun má segja að ég sé aftur sestur á skólabekk,“ segir Eiríkur en í máli hans kemur fram að það sé sannkölluð bylting að fá þetta nýja skip í stað Sturlaugs H. Böðvarssonar AK.

„Ég segi þetta ekki til að gera lítið úr Sturlaugi, öðru nær, en það skip var orðið gamalt og allur aðbúnaður og vinnuaðstaða í nýja skipinu er margfalt betri en við höfum átt að venjast. Ég hef sjálfur prófað að vinna á millidekki og í lest á báðum skipum og munurinn er ótrúlegur.“

Halda til hafnar í kvöld

Tilraunaveiðiferð Akureyjar hófst að kvöldi síðastliðins þriðjudags en vegna brælu leið miðvikudagurinn allur án þess að hægt væri að setja veiðarfæri í sjó, að því er fram kemur á vef HB Granda.

„Við erum djúpt vestur af Reykjanesi og gátum byrjað veiðar á aðfararnótt fimmtudags. Við erum að svipast um eftir karfa og horfum ekki til magns í því sambandi. Þrátt fyrir það vorum við komnir með rúmlega 30 tonn eftir sólarhringinn,“ segir Eiríkur.

„Ég á von á því að við höldum til hafnar í kvöld. Svo fara nokkrir dagar í að undirbúa skipið og svo á ég von á því að við förum inn á þá áætlun sem Sturlaugur var á. Sem betur fer gátum við notað það góða skip fram á síðasta dag áður en skipt var yfir á Akurey.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »