Ný Hafborg reynst vel í alla staði

iHafborgin var smíðuð bæði í Danmörku og Póllandi. Er hún …
iHafborgin var smíðuð bæði í Danmörku og Póllandi. Er hún 284 brúttótonn að stærð, 26 metrar að lengd og átta metra breið. Útgerðarmaðurinn Guðlaugur Óli lætur vel af hinu nýja skipi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Þau voru alveg bunkuð af fiski netin, þegar við drógum upp á laugardag fyrir páska,“ sagði Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Hafborg EA-152 frá Grímsey, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á páskadag. „Mest fengust yfir 600 kíló í net en aflinn í heild var um 37 -38 tonn í 60 net.“

Konfekt um borð. Þórir Örn Gunnarsson rekstrarstjóri hafna í Norðurþingi …
Konfekt um borð. Þórir Örn Gunnarsson rekstrarstjóri hafna í Norðurþingi og hans menn fara um borð í Hafborgina á Húsavík. Þeir höfðu meðferðis konfektkassa handa Óla og áhöfninni ásamt hamingjuóskum með nýtt og glæsilegt skip. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hafborgin var þá á norðurleið eftir stuttan en snarpan veiðitíma í Breiðafirði, 10 til 11 róðra, en róið var frá Grundarfirði og landað þar. Aflanum var síðan ekið norður til Húsavíkur til vinnslu hjá GPG fiskverkun þar í bæ.

„Verður sjálfdauður úr elli“

Nýtt 48 síðna sjávarútvegsblað fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.
Nýtt 48 síðna sjávarútvegsblað fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.

„Við byrjuðum veiðar fyrir norðan 5. mars, lögðum netin í Skjálfanda þar sem við fengum um hundrað tonn áður haldið var í Breiðafjörðinn upp úr 20. mars. Þar erum við búnir að fá um 240 tonn til viðbótar. Við vorum nánast einskipa á miðunum og síðustu dagana var alveg mok af stórum og góðum þorski. Fiskur sem ég vil meina að við mættum og ættum að veiða mun meira af en gert er í dag. Annars verður hann bara sjálfdauður úr elli því hann hefur verið verndaður svo mikið og lengi,“ segir Guðlaugur Óli sem jafnan er kallaður Óli.

Þess má geta að í heildina notuðu karlarnir á Hafborginni tæp 70 net til að veiða þessi 340 tonn upp úr sjó. Skiptu sem sagt um innan við tíu net í trossunum á tæpum mánuði.

Greinina má sjá í heild sinni í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu föstudaginn 6. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »