Togaratvíburarnir Breki og Páll Pálsson komust fyrr í dag af hættusvæði sjórána í sundinu milli Sómalíu og Jemens. Siglingin um svæðið var tíðindalaus með öllu og mannskapnum létti mjög þegar komið var inn á Rauðahafið.
Hermennirnir þrír, sem komu í Breka á Sri Lanka, fara frá borði á morgun og taka með sér vopnasafnið sitt. Þeir þurftu blessunarlega aldrei að hleypa af skoti til varnar skipi og áhöfn nema í æfingaskyni, samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni.
Hermennirnir hafa bækistöð í pramma á Rauðahafi og bíða þar eftir næsta verkefni. Þá gæta þeir öryggis um borð í einhverju skipi sem er á suðurleið um Súesskurð og Rauðahaf. Þannig er lífið hjá köppunum.
„Við erum mjög lukkulegir að hafa náð þessum áfanga og teljum nú niður á lokakaflanum. Að baki eru 6.400 sjómílur frá Kína og núna eru nákvæmlega 4.878 sjómílur heim til Vestmannaeyja!“ segir Bergur Guðnason, stýrimaður á Breka, í fréttatilkynningu.
Þá var blessuð blíðan á Rauðahafi líkt og fyrri daginn, blankalogn og 35 stiga lofthiti. Sjávarhiti 28 gráður.
„Við höfum tilkynnt komu okkar að Súesskurði að morgni 19. apríl að staðartíma og stillum okkur af þannig af að það standist. Hægjum heldur á okkur því við erum ögn á undan áætlun.
Hermennirnir eru hættu að standa vaktir um hádegi. Þeir höfðu orð á því að það hefði verið óvenjulega rólegt í kringum okkur á leiðinni. Í sundinu þar sem þrengst er hefur oft verið krökkt af fiskibátum og sjóræningjar verið þar gjarnan innan um að reyna að sæta lagi. Nú sást þarna ekki einn einasti bátur. Allt með eins kyrrum kjörum og hugsast gat.
Eitt olíuskip hefur fylgt Breka og Páli um hættusvæðið og önnur skip voru skammt á undan okkur. Herskip sáum við aldrei en vitum að þau eru ekki fjarri siglingaleiðinni, við öllu búin.
Þetta gengur ljómandi vel hjá okkur og vaxandi tilhlökkun að koma heim!,“ er haft eftir Bergi í fréttatilkynningu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |