Þarf ekki að gangast undir umhverfismat

Heildaráhrif á vistkerfið utan kvíasvæðisins ættu að vera óveruleg, segir …
Heildaráhrif á vistkerfið utan kvíasvæðisins ættu að vera óveruleg, segir Skipulagsstofnun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrirhuguð stækkun fiskeldis Hábrúnar í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi, úr 400 tonnum í 700 tonn, er ekki líkleg til að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Þarf framkvæmdin því ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar.

Stangast þetta á við niðurstöðu Umhverfisstofnunar, sem taldi fyrir rúmum mánuði að lík­legt væri að aukn­ing fram­leiðslunnar um 300 tonn hefði tals­verð um­hverf­isáhrif í för með sér.

Hvíld svæða ekki eins og best verði á kosið

Fyrirhuguð áform fela í sér framleiðslu á allt að 700 tonnum af þorski og regnbogasilungi. Er miðað við að lífmassi regnbogasilungs fari aldrei yfir 650 tonn og að lífmassi þorsks verði aldrei meiri en 50 tonn.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, um hvort framkvæmdirnar teljist matsskyldar, segir að helstu umhverfisáhrifin kunni að felast í áhrifum á botndýralíf þar sem hvíld svæða verði ekki eins og best verði á kosið, vegna nálægðar eldissvæðanna við hvert annað og getu Skutulsfjarðar til að taka við auknu lífrænu álagi.

Fram kemur einnig að hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar hafi staðfest í bréfi að innsiglingarlína inn Skutulsfjörð sé töluvert austan við það svæði sem úthlutað hafi verið undir fiskeldi. Af þessum sökum hafi hafnaryfirvöld á Ísafirði ekki gert athugasemdir við að eldiskvíar Hábrúnar verði áfram á því svæði sem úthlutað hafi verið.

Innsiglingarlínan inn Skutulsfjörð er sögð liggja talsvert austar en fiskeldið.
Innsiglingarlínan inn Skutulsfjörð er sögð liggja talsvert austar en fiskeldið. mbl.is/RAX

Undir dreifistraumi Skutulsfjarðar komið

„Þó svo að um þrjú eldissvæði sé að ræða er nálægð þeirra það mikil að áhrifa kunni að gæta þeirra á milli. Þetta á helst við hættuna á smiti á milli eldissvæða, þar sem öll þrjú eldissvæðin eru skilgreind sem eitt sjúkdómsvarnarsvæði, en síður við uppsöfnun lífrænna úrgangsefna,“ segir í niðurstöðum stofnunarinnar.

„Úrgangsmyndun mun ávallt fylgja sjókvíaeldi og ekki er tekist á um það, heldur spurninguna um getu viðkomandi svæðis til þess að hreinsa sig með náttúrulegum hætti og getu viðtakans til þess að takast á við það lífræna álag sem eldinu fylgir.“

Geta svæðisins til að takast á við lífrænt álag sé að hluta undir dreifistraumi Skutulsfjarðar komin. Áhrif eldisins á vistkerfi botnsins sé álitið mjög staðbundið og ráðgerðar færslur eldiskvía innan eldissvæðisins muni létta á staðbundnu álagi sem kvíunum fylgir.

Fiskeldið er í Skutulsfirði, utan við Ísafjarðarbæ.
Fiskeldið er í Skutulsfirði, utan við Ísafjarðarbæ. Kort/map.is

Óveruleg áhrif utan svæðisins

„Heildaráhrif á vistkerfi svæðisins utan kvíasvæðisins ættu að vera óveruleg. Skipulagsstofnun telur líklegt í ljósi framlagðra gagna að áhrif á botndýralíf séu tímabundin og að mestu afturkræf, en það verði að sannreyna með vöktun. Með vöktun ætti að fást niðurstaða til þess að meta raunverulegt lífrænt álag eldisins og getu svæðisins til þess að takast á við það. Reynist álagið of mikið verður að grípa til aðgerða í gegnum leyfisveitingar, en óraunhæft er að sannreyna lífrænt álag og uppsöfnun næringarefna með öðrum hætti.“

Loks telur stofnunin að Hábrún hafi brugðist við þeim álitaefnum sem leiddu til þess að áformað 900 tonna þorskeldi Álfsfells var úrskurðað matsskylt af umhverfisráðherra árið 2011, og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2017 þar sem áform Hábrúnar um 1.000 tonna eldi þorsks og silungs skyldi matsskylt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,96 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 158,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 186,65 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 3.004 kg
Steinbítur 1.856 kg
Þorskur 1.349 kg
Skarkoli 98 kg
Langa 50 kg
Samtals 6.357 kg
19.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.806 kg
Þorskur 2.144 kg
Steinbítur 1.322 kg
Skarkoli 178 kg
Sandkoli 96 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.572 kg
19.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.625 kg
Þorskur 1.346 kg
Skarkoli 760 kg
Sandkoli 326 kg
Ýsa 290 kg
Samtals 8.347 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,96 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 158,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 186,65 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 3.004 kg
Steinbítur 1.856 kg
Þorskur 1.349 kg
Skarkoli 98 kg
Langa 50 kg
Samtals 6.357 kg
19.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.806 kg
Þorskur 2.144 kg
Steinbítur 1.322 kg
Skarkoli 178 kg
Sandkoli 96 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.572 kg
19.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.625 kg
Þorskur 1.346 kg
Skarkoli 760 kg
Sandkoli 326 kg
Ýsa 290 kg
Samtals 8.347 kg

Skoða allar landanir »