Engin veiðigjöld ef ekkert er gert

Logi Einarsson mótmælti „óeðlilegum vinnubrögðum“ meirihlutans á Alþingi í dag.
Logi Einarsson mótmælti „óeðlilegum vinnubrögðum“ meirihlutans á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Minnihlutinn á Alþingi gerir í dag verulegar athugasemdir við að tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, um breytingu á veiðigjöldum, verði tekin á dagskrá og fái þinglega meðferð, þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segir við mbl.is að það standi til að taka málið á dagskrá þingsins með óeðlilegum hætti.

Spurður hvort þessi mikli fjöldi þingmanna minnihlutans sem tóku til máls um fundarstjórn hafi verið einhvers konar málþóf segir hann svo ekki vera. „Við erum vissulega mótfallin innihaldi tillögunar, en nú erum við fyrst og fremst að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans,“ segir Logi.

Heimildir til innheimtu renna út

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að lengi hafi legið fyrir að það þyrfti að taka veiðigjöld á dagskrá en núgildandi ákvæði renna út í sumar. Ef það fer svo að ekkert er aðhafst í málinu hefst næsta fiskveiðiár án þess að heimildir séu til þess að innheimta veiðigjöld.

Birgir tekur fram að tillagan sem um ræðir sé bráðabirgðaúrræði þar sem stefnt er að heildarendurskoðun veiðigjaldakerfisins sem mun taka einhvern tíma. Hann bendir á að galli hafi verið á núverandi kerfi sem snýr að hvernig veiðigjöld eru reiknuð.

Reglur þingsins gera ráð fyrir að hægt sé að taka mál á dagskrá með skömmum fyrirvara en slíkt þurfi samþykki þingsins. Samkvæmt Birgi er ekki óalgengt að mál fái sérstaka meðferð eftir fyrsta apríl. „Það er ekkert óeðlilegt við það að leita afbrigða þegar svo ber við.“

Þurfa aukinn meirihluta

Ef taka á mál á dagskrá með skömmum fyrirvara krefst það samþykkis aukins meirihluta, eða 2/3 þingmanna, fáist ekki slík heimild hjá þinginu verður málið ekki tekið fyrir fyrr en eftir 5 daga. „Við erum að reyna að flýta fyrir málinu þannig að nefndin [atvinnuveganefnd] hafi rýmri tíma til þess að fjalla um málið,“ segir Birgir.

„Það var aldrei samið um þetta,“ segir Logi og bendir til þess að ekkert samkomulag hafi verið milli þingflokksformanna um að taka málið á dagskrá. Samkvæmt Loga á eftir að koma í ljós hvert framhaldið verður, „það kemur í ljós hvort málið kemur til afgreiðslu, það á eftir að greiða atkvæði um það. Svo á eftir að ákveða hvort þingfundur verður lengdur,“ segir hann.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »