Ræddu fundarstjórn í 5 klukkustundir

Þorsteinn Sæmundsson, sakaði Kristján Þór Júlíusson um að fá þingmenn …
Þorsteinn Sæmundsson, sakaði Kristján Þór Júlíusson um að fá þingmenn til þess að vinna skítverk fyrir sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði ráðherra vera „að fá þingmenn til þess að vinna skítverk fyrir sig.“ Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um að veita afbrigði frá hefðbundinni dagskrá til þess að taka til umfjöllunar tillögu atvinnuveganefndar um veiðigjöld. Þorsteinn vildi meina að ráðherra hefði sjálfur átt að leggja fram frumvarp um veiðigjöld.

Miklar deilur hafa verið á þingi um hvort taka eigi umrædda tillögu á dagskrá þar sem talið er að til standi að lækka veiðigjöld. Einnig var deilt um að lengja þingfund vegna málsins.

Minnihlutinn ræddi um dagskrá þingsins og lengingu þingfundar í tæpa 5 klukkutíma, en enginn þingmaður meirihlutans tók til máls. Í atkvæðagreiðslu var þingfundur lengdur og voru 29 atkvæði greidd með lengingu en 25 gegn.

Í umræðum um atkvæðagreiðslu um að taka málið á dagskrá kom í ljós að mikill hiti var í þingmönnum vegna málsins. Sakaði meðal annars Logi Einarsson, formaður og þingmaður Samfylkingarinnar, meirihlutann um óeðlileg vinnubrögð.

Þá sagði hann að augljóst væri að sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hafi ekki þorað að leggja fram frumvarp um málið og þess í stað látið það verk í hlut þingmanna meirihlutans. „Þorirðu ekki,“ kallaði Logi einnig úr þingsal.

Meirihluti þingmanna samþykkti að taka málið á dagskrá. Til þess að taka tillöguna til umfjöllunar í dag hefði þurft aukinn meirihluta, slíkur meirihluti fékkst ekki og verður málið því ekki tekið fyrir fyrr en í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »