Það eru engin rök fyrir því að lækka gjöld á sjávarútvegsfyrirtæki um þrjá milljarða þegar fé vantar í önnur verkefni. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu.
Þau rök séu notuð að lítil sjávarútvegsfyrirtæki úti á landi séu í vanda. „Það er líklega rétt,“ sagði Hanna Katrín. „En það eru mörg lítil fyrirtæki á landsbyggðinni í vanda, ekki bara sjávarútvegsfyrirtækin og ekki eru stjórnvöld að leggja sig fram um að hjálpa þeim.“
Sagði hún ekkert mál að koma með sértækar lausnir fyrir lítil fyrirtæki í vanda á meðan að veiðigjaldslöggjöfin sé endurskoðuð.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði lækkunina nema 1,7 milljörðum nettó, ekki þremur milljörðum og að erfitt væri að koma breytingu á varðandi lög um sjávarútveginn. „Það er sama hvernig stjórnarmynstur er, hver einasta breyting er mjög umdeild,“ sagði hann. „Það er þó ekki til fyrirmyndar að mál komi svo seint inn og ég ætla ekki að reyna að afsaka það.“
Forveri hans í embætti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafi látið vinna skýrslu um málið, sem veiðigjaldalöggjöfin byggi m.a. á. Breytingar séu til komnar af því að kerfið sé brogað. „Og við viljum nálgast álagningu í tíma og það er vilji til að létta undir með smærri útgerðum,“ sagði Kristján Þór.
Skýrslan sýni að það séu ákveðin fyrirtæki í vanda.
Því svaraði Hanna Katrín til að gagnrýnivert væri að farið væri í þessar aðgerðir á þessu ári, en ekki þegar betur áraði.
„Ég trúi því ekki að þú sért raunverulega þeirri skoðunar að stór sjávarútvegsfyrirtæki eins og HB Grandi þurfi á aðstoð að halda,“ sagði hún. „Þetta er flöt lækkun, ekki sértæk aðgerð.“
„Við ræðum ekki svona mál í fundarstjórn forseta í fjóra tíma,“ svaraði Kristján Þór þá og vísaði þar til þess hve langan tíma umræða um málið tók í þinginu á fimmtudag.
Spurður hvort það sé ekki einfaldlega mikil andstaða hjá Sjálfstæðisflokknum við veiðigjöld, sem séu í raun auka skattur á sjávarútveginn, sagði hann svo ekki vera.
„Ég tel samstöðu um í þjóðfélaginu að það sé gert,“ sagði ráðherra. „Það hefur hins vegar ekki verið gert í annarri grein og [við] erum enn að þrasa um hversu hátt eða lágt það eigi að vera.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |