Veiðigjöld rædd eftir helgi

„Ég myndi gera ráð fyr­ir því að það verði mælt fyr­ir því í þing­inu á þriðju­dag,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann er spurður um stöðu til­lögu meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ingu á veiðigjöld­um.

Deilt hef­ur verið um málið á Alþingi í vik­unni og ekki náðist samstaða um að veita því flýtimeðferð. Því gild­ir hin al­menna fimm daga regla, að þar sem málið var lagt fram á miðviku­degi á að vera hægt að setja það á dag­skrá eft­ir helgi. Þar sem ráðgert er að eld­hús­dagsum­ræður fari fram á mánu­dag býst Birg­ir við því að það verði rætt á þriðju­dag.

Það er semsagt út­lit fyr­ir að það teyg­ist á þing­störf­um? „Já, það ligg­ur í loft­inu að það verði ein­hverj­ir dag­ar. Það er ekki þannig að þing­for­seti sé bú­inn að taka ákvörðun um breyt­ingu á starfs­áætl­un en það leiðir af eðli máls, þegar töf verður með þess­um hætti, að það geti bæst ein­hverj­ir dag­ar við. Það ger­ist oft að starfs­áætl­un tek­ur breyt­ing­um á síðustu dög­un­um. Ég reikna með að Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is] taki þetta upp í for­sæt­is­nefnd á mánu­dag.“ Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, sagði í sam­tali við mbl.is að til­laga meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um veiðigjöld hefði ekki verið rædd á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá er stefnt að því að leggja fram frum­varp að nýj­um lög­um um veiðigjöld við upp­haf þings í haust, en áður­nefndu frum­varpi sem lagt var fram á þingi í vik­unni er ætlað að brúa bilið til ára­móta. Að óbreyttu er ekki heim­ild í gild­andi lög­um um veiðigjald til álagn­ing­ar veiðigjalds á landaðan afla í botn­fisk­stofn­um eft­ir upp­haf næsta fisk­veiðiárs, 1. sept­em­ber, en lög­in falla úr gildi um næstu ára­mót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »