Ísinn gæti færst enn nær landi

Meginbrún hafíssins reyndist liggja um 23 sjómílur frá Kögri. Slæður …
Meginbrún hafíssins reyndist liggja um 23 sjómílur frá Kögri. Slæður sem þessa mátti líka finna sums staðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Langar og þéttar hafísspangir sáust greinilega skammt norður undan Vestfjörðum um hádegi í dag, þegar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug þar yfir. Ásamt áhöfn voru um borð vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en blaðamaður og ljósmyndari mbl.is slógust einnig með í för.

Tekið var af stað frá Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan ellefu í morgun, og umvafin skýjum flaug vélin sem leið lá norður yfir Vestfirði. Fjórða ferðin í þessari viku, enda hefur lítið skyggni gefist til að athuga hafísinn, en í þetta sinn var áhöfnin vongóð um betri aðstæður.

Frammi í flugstjórnarklefanum ræða flugmennirnir sín á milli um stærstu borgarísjaka sem þeir hafa séð, allt upp í fimm hundruð feta háa. Einn þeirra, um fjögur hundruð feta hár, olli nokkrum usla þegar hans varð vart.

„Hann birtist skyndilega fyrir framan vélina,“ tjáir flugmaðurinn Hólmar Logi Sigmundsson blaðamanni síðar. „Þá þurfti að rykkja vel í, svo ekki færi illa.“ Bendir hann á að þess vegna sé gott að lækka flugið þó nokkru áður en komið sé að ísröndinni. 

„Þessir stóru jakar geta oft verið einir á ferð.“

Ísinn þéttur við jaðarinn

Þegar rúmur hálftími var liðinn frá flugtaki var flugið loks lækkað niður úr skýjahulunni. Um leið mátti við sjóndeildarhringinn í norðri sjá skærhvíta rönd, sem þokaðist nær og nær. Silfurfloti, sendur oss að kvelja, eins og skáldið orti.

Þegar komið var að jaðri íssins breyttu flugmennirnir um stefnu, nú í austurátt. Þannig flaug vélin meðfram ísnum, í um tvö hundruð feta hæð, og gaf um leið stýrimönnum og vísindamönnum færi á að kortleggja legu hans. Aðstæðurnar reyndust miklum mun betri til athugunar en í fyrri ferðum vikunnar.

Meginbrún hafíssins reyndist liggja um 23 sjómílur frá Kögri. Við jaðarinn reyndist ísinn nokkuð þéttur, en talsvert gisnari þar norður af. Myndarlegur borgarísjaki var innan um ísinn, tæpir tveir hektarar að flatarmáli, en lágur var hann og flatur.

Næst landi voru ísdreifar einar 2,5 sjómílur frá Horni og þar með ljóst að ísinn færist sífellt nær, en í gær var hann um sjö sjómílum utan við Horn.

Borgarísjakinn myndarlegi. Í honum má sjá rákir eftir vatn, frá …
Borgarísjakinn myndarlegi. Í honum má sjá rákir eftir vatn, frá þeim tíma er hann var áfastur Grænlandsjökli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Megnið af ísnum myndast í vetur

„Ísinn hefur verið að reka um fjórtán sjómílur á sólarhring. Hann hefur verið að færast austar og einnig suður inn á Húnaflóa,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við blaðamann að fluginu loknu.

„Mjög áhugavert var að sjá hvers konar hafís þetta er sem nú kemur upp að landinu. Það hefur verið skýjað undanfarna daga og lítið færi gefist til að sjá ísinn með almennilegum hætti,“ segir Ingibjörg.

Hún segir það ljóst af sínum athugunum í dag að megnið af ísnum hafi myndast í vetur, á Grænlandshafi. Inni á milli séu stórir borgarísjakar, sem komnir séu frá Norður-Grænlandi og upprunnir í jöklum þar.

Áður fyrr hefði veðurlag síðustu vikna valdið mun meiri vandræðum.
Áður fyrr hefði veðurlag síðustu vikna valdið mun meiri vandræðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Getur færst enn þá nær landi

„Siglingaleiðin er ekki lokuð eins og er, en það er greinilegt að sjófarendur þurfa að fara varlega,“ segir hún og ítrekar að ísinn sé aðeins 2,5 sjómílum frá landi þar sem hann er næstur. Eins geti hann færst enn þá nær landi næsta sólarhringinn, en þá er von á breyttri vindátt sem hrekja ætti ísinn á brott.

„Það geta verið jakar á þessum slóðum fram yfir helgina,“ segir Ingibjörg.

Aðspurð segir hún útbreiðslu hafíss við Ísland hafa minnkað verulega á undanförnum árum. Minna sé af eldri ís í blandi við þann sem myndast nýr á milli Grænlands og Íslands.

„Áður fyrr hefði veðurlag síðustu vikna valdið mun meiri vandræðum, þegar meira ísmagn var í Austur-Grænlandsstraumnum. Ísinn hefði þá getað lagst að landinu til lengri tíma.“

Flogið var norður yfir Vestfirði til að kanna hafísbreiðuna.
Flogið var norður yfir Vestfirði til að kanna hafísbreiðuna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,74 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 561,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.731 kg
Þorskur 372 kg
Keila 22 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.130 kg
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 485 kg
Karfi 140 kg
Ýsa 90 kg
Ufsi 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 724 kg
22.11.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,74 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 561,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.731 kg
Þorskur 372 kg
Keila 22 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.130 kg
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 485 kg
Karfi 140 kg
Ýsa 90 kg
Ufsi 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 724 kg
22.11.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg

Skoða allar landanir »