Landaði 67 tonnum með nýjan poka

Gullver NS í höfn á Seyðisfirði.
Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Þetta var ágætur afli sem fékkst í Litladýpi suðaustur úr Hvalbaknum. Veiðiferðin var stutt vegna þess að fiskvinnslustöðinni vantaði hráefni,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Gullveri NS, sem landaði 67 tonna afla á Seyðisfirði í gær.

Uppistaða aflans var þorskur en auk þess var skipið með karfa og ýsu, eftir veiðiferð sem hófst á mánudag.

Gullver hélt svo til veiða á ný í gærkvöldi, en skipið er nýlega farið að nota nýja gerð af trollpoka sem þróaður hefur verið hjá Fjarðaneti. Pokinn er fjögurra byrða skálmapoki þannig að aflinn sem í hann kemur skiptist í tvennt og þannig er minni pressa á fiskinum. Þarna er um að ræða síðupoka sem felldur er á nýstárlegan hátt.

Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Hermanni Hrafni Guðmundssyni hjá Fjarðaneti á Akureyri að byrjað hafi verið að nota þennan poka í vetur. Nú hafi hann verið reyndur á þremur togurum.

„Þessi poki er unik að allri gerð og reynslan af honum hefur verið afar góð. Ekki veit ég hvað á að kalla þennan poka, en ætli sé ekki best að kalla hann bara unik–poka,“ segir Hermann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »