Umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

Umræðu og af­greiðslu á frum­varpi um breyt­ingu á veiðigjöld­um er hvergi nærri lokið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un. Af­greiðslu frum­varps­ins var frestað fram á haust og var stór liður í að þing­flokk­arn­ir náðu sam­komu­lagi um þinglok í gær.

Áslaug sagði frum­varpið í raun vera leiðrétt­ingu en ekki lækk­un á veiðigjöld­um. „Gjaldið í dag er reiknað þannig að það er tekið þrjú ár aft­ur í tím­ann. Það hlýt­ur að vera mark­mið okk­ar að gjaldið fylgi af­komu grein­ar­inn­ar því ann­ars er for­send­an fyr­ir af­nota­gjald­inu brost­in. Við telj­um rosa­lega mik­il­vægt að leiðrétta veiðigjaldið. Umræðan hef­ur verið á skjön við hvernig frum­varpið var raun­veru­lega,“ sagði Áslaug.  

„Þetta lít­ur út eins og enn önn­ur leiðrétt­ing fyr­ir þá sem eiga meira,“ sagði Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sem var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Áslaugu, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. 

„Mér finnst þetta mál sýna ótrú­lega for­gangs­röðun, að ætla að lækka veiðigjald kort­eri fyr­ir þinglok,“ sagði Ágúst Ólaf­ur, sem benti jafn­framt á að eitt pró­sent af rík­is­tekj­un­um komi frá veiðigjöld­um. „Við telj­um að þessi grein geti lagt meira af mörk­um.“

Veiðigjöld stór­póli­tískt mál í ís­lensku sam­fé­lagi

Rósa Björk sagði að frum­varpið hefði bet­ur komið frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sjálf­um í stað nefnd­ar­inn­ar. Hún hrósaði hins veg­ar Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra fyr­ir henn­ar aðkomu að mál­inu. „Þessi lausn sem hefði alltaf átt að vera upp­haf­lega af­greiðslan, í raun­inni bara tækni­leg fram­leng­ing á veiðigjöld­un­um, en allt annað er stór­póli­tískt mál og hef­ur verið stór­póli­tískt mál í ís­lensku sam­fé­lagi um ára­tuga­skeið, hversu mikið út­gerðin á að borga fyr­ir nýt­ingu á sam­eig­in­leg­um auðlind­um okk­ar allra.“

Nýtt frum­varp um veiðigjöld verður kynnt á Alþingi í haust. Lög­in hald­ast óbreytt til ára­móta.„Þetta er að sjálf­sögðu ekki búið þar sem við erum að sjá sam­drátt í grein­inni,“ sagði Áslaug.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »