Ýsa, þorskur og ufsi styrkjast enn

Ufsahausar Hrygningarstofn ufsa er nú metinn í sögulegu hámarki enda …
Ufsahausar Hrygningarstofn ufsa er nú metinn í sögulegu hámarki enda hefur nýliðun síðasta áratugar verið góð mbl.is/Eggert

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark þorskveiða verði aukið um 3% á næsta fiskveiðiári, 2018/2019, í samræmi við aflareglu stjórnvalda. Þar með fari þorskkvótinn úr 257,6 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 264,4 þúsund tonn.

Hrygningarstofn þorsksins hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið stærri í hálfa öld, að því er fram kom á kynningarfundi stofnunarinnar í gær, þar sem farið var yfir úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár.

Þorskafli aukist síðustu ár

Greint var meðal annars frá því að veiðihlutfall þorsks hefði lækkað og stækkun stofnsins væri fyrst og fremst afleiðing minnkandi sóknar. Árgangurinn frá árinu 2013 er metinn slakur en árgangar áranna 2014 og 2015 eru nálægt langtímameðaltali.

Líklegt er talið að stærð viðmiðunarstofns næstu þrjú ár muni haldast nokkuð svipuð því sem nú er.

Bent er á að þorskafli hafi farið vaxandi undanfarin ár. Hlutdeild línu í aflanum hafi vaxið frá aldamótum en hlutdeild neta minnkað.

„Undanfarinn áratug hefur hlutfallslega mikið verið af 8 ára og eldri fiski í afla, samanborðið við árin 1973–2006. Afli á sóknareiningu hefur verið hár á undanförnum árum í helstu veiðarfæri,“ segir í skýrslu stofnunarinnar.

Stofnunin leggur þá til að aflamark ýsu verði 57.982 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, sem er aukning um 40% frá yfirstandandi fiskveiðiári. Aukningin er sögð byggja á bættri nýliðun ýsu árin 2016 og 2017 miðað við árin fimm þar á undan.

Stofnmælingar bendi enn fremur til að hlutfall veiðistofns ýsu á norður- og austurmiðum hafi aukist úr 10–15% í tæp 50% frá 2000–2008.

Á sama tíma hafi einungis fimmtungur aflans verið veiddur þar, og því sé veiðiálag á ýsu á norðurmiðum töluvert minna en utan þeirra. Norðurmið hafi hins vegar lengi verið mikilvæg uppeldissvæði ýsu, en fyrir 2000 gekk hún þaðan við kynþroska.

Nýliðun ufsa góð síðasta áratug

Jafnframt er gert ráð fyrir 30% aukningu í aflamarki ufsa fyrir næsta fiskveiðiár, úr 60.237 tonnum í 79.092 tonn. Hrygningarstofn tegundarinnar er nú metinn í sögulegu hámarki. Veiðihlutfall hefur lækkað frá 2009 og er nú metið undir markmiði aflareglu. Nýliðun síðasta áratugar hefur verið góð og fullyrt er að aukninguna megi meðal annars rekja til hins stóra 2012 árgangs sem og árganganna frá 2013 og 2014.

Ólíka sögu er að segja af gullkarfa, en árgangar tegundarinnar hafa verið með lakasta móti frá árinu 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofninn minnkað lítillega. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa því 43.600 tonn sem er 14% lækkun frá fyrra fiskveiðiári. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga.

Ráðgjöf fyrir grálúðu er þá óbreytt frá fyrra ári og nemur 24.150 tonnum. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.24 472,91 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.24 496,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.24 284,47 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.24 288,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.24 243,50 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.24 286,20 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.24 236,50 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.9.24 252,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 5.630 kg
Ýsa 2.130 kg
Steinbítur 227 kg
Keila 4 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.994 kg
26.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.834 kg
Samtals 1.834 kg
26.9.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 6.037 kg
Þorskur 1.021 kg
Skarkoli 28 kg
Langlúra 24 kg
Ufsi 9 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 7.128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.24 472,91 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.24 496,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.24 284,47 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.24 288,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.24 243,50 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.24 286,20 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.24 236,50 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.9.24 252,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 5.630 kg
Ýsa 2.130 kg
Steinbítur 227 kg
Keila 4 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.994 kg
26.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.834 kg
Samtals 1.834 kg
26.9.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 6.037 kg
Þorskur 1.021 kg
Skarkoli 28 kg
Langlúra 24 kg
Ufsi 9 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 7.128 kg

Skoða allar landanir »