Enginn lax hefur fundist í netum sem lögð voru með ströndinni í Tálknafirði í námunda við eldisstöð Arnarlax. Göt fundust á föstudag á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði við reglubundið eftirlit starfsmanna. Viðbragðsáætlun var virkjuð og voru reknet lögð út við kvína til að koma í veg fyrir að fiskur slyppi út. Ekki liggur fyrir hversu margir fiskar hafa sloppið.
Í tilkynningu frá Arnarlaxi segir að sérfræðingur Fiskistofu hafi vitjað neta sem lögð voru með ströndinni í Tálknafirði í námunda við eldisstöðina. Enginn lax var í netunum þar en einn lax fannst í netunum sem lágu við eldiskvína sjálfa.
Snemma í morgun var ákveðið að bæta við fleiri netum innar í firðinum og klukkan níu var aftur vitjað um öll net á svæðinu sem öll reyndust tóm. „Öll net við ströndina í Tálknafirði hafa verið fjarlægð en áfram verða 12 net úti við kvína en heildarfjöldi neta í aðgerðum Arnarlax og Fiskistofu voru, þegar mest lét, um 20 talsins víðs vegar í Tálknafirði og heildarfjöldi laxa sem veiddist voru í heildina 3,“ segir í tilkynningu.
Forsvarsmenn fyrirtækisins meta það svo við fyrstu sýn að ekki sé um stóra sleppingu að ræða þó áfram verði leitað eftir laxi á svæðinu.
Von er á sérfræðingum frá Matvælastofnun á morgun þar sem farið verður yfir tjónið á netpoka og áfram unnið að upplýsa um orsök óhappsins. Talið er að bilun hafi komið upp í upphífingakerfi netapoka með þeim afleiðingum að rof myndaðist í netinu og göt komu á kvína.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 707 kg |
Keila | 202 kg |
Hlýri | 115 kg |
Ýsa | 32 kg |
Karfi | 5 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 1.066 kg |
23.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 377 kg |
Keila | 300 kg |
Karfi | 242 kg |
Hlýri | 104 kg |
Ýsa | 45 kg |
Samtals | 1.068 kg |
23.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.484 kg |
Ýsa | 858 kg |
Steinbítur | 6 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 2.350 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 707 kg |
Keila | 202 kg |
Hlýri | 115 kg |
Ýsa | 32 kg |
Karfi | 5 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 1.066 kg |
23.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 377 kg |
Keila | 300 kg |
Karfi | 242 kg |
Hlýri | 104 kg |
Ýsa | 45 kg |
Samtals | 1.068 kg |
23.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.484 kg |
Ýsa | 858 kg |
Steinbítur | 6 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 2.350 kg |