„Við finnum rusl og plast bæði með botnvörpum, uppsjávartrollum og einnig á yfirborðinu. Maður vill gjarnan halda að Barentshafið sé hreint hafsvæði, en þar finnum við líka rusl,“ segir vísindamaðurinn Bjørn Einar Grøsvik hjá Hafrannsóknastofnun Noregs.
Um 36 þúsund tonn af rusli er að finna í Barentshafi, og þar af um átta þúsund tonn af plasti og gúmmíi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem kynntar voru fyrr á árinu.
Meira finnst af rusli nær strönd Noregs en úti á hafi. „En því miður finnum við rusl á flestum þeim stöðum sem við leitum á,“ segir Bjørn í samtali við Fiskeribladet, en sjálfur hefur hann að undanförnu siglt um Barentshaf og Byfjorden við Björgvin í leit að rusli.
„Við höfum leitað að míkróplasti úti á opnu hafi, og höfum fundið plast af þeirri stærð á yfirborðinu. Okkur vantar hins vegar upplýsingar um smærri agnir.“
Bjørn segir magn af plasti í hafinu vera mikið vandamál.
„Ef plastnotkun heldur áfram að aukast með sama hraða og hún hefur gert á síðustu árum, þá erum við komin með nokkuð sem við getum ekki losað okkur við, og sömuleiðis vitum við ekki afleiðingar þess. Það getur verið skaðlegt fyrir hluta af fæðukeðjunni og ef svo verður mun það hafa keðjuverkandi áhrif á aðra hluta fæðukeðjunnar.“
Vísindamaðurinn segist telja að lausnin sé sú að hugsa um hvaða efni við mennirnir notum og hvernig við getum dregið úr losun úrgangs.
„Ef þetta heldur áfram sem horfir, mun plastið byggjast upp og líkurnar á slæmum afleiðingum fyrir sumar tegundir verða miklar.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |