Hægt að rekja og vakta hverja pakkningu

Stefán P. Jones segir tækni Seafood IQ leggja grunninn að …
Stefán P. Jones segir tækni Seafood IQ leggja grunninn að stafrænni virðiskeðju íslenskra sjávarafurða. Fyrirtækið hefur hlotið styrki frá Rannís og ESB, auk verðmæts stuðnings frá Íslenska sjávarklasanum. mbl.is/Hari

Með því að nota prentaðar rafrásir má gera fullkomna merkimiða sem nær ómögulegt er að falsa. Þessir snjöllu merkimiðar geta líka greint hitastig og geymt hvers kyns upplýsingar. Aka mætti heilu bretti í gegnum lesaragátt sem nær sambandi við hverja einustu pakkningu á augabragði.

Stefán P. Jones vill nota nýjustu tækni til að gjörbreyta vörukeðju sjávarútvegsins. Stefán fór fyrst á sjó sextán ára gamall, var vinnslustjóri á frystitogara í áratug, stofnaði síðan fiskvinnslu og rak sölu- og útflutningsfyrirtæki. Fyrir þremur árum setti hann tæknisprotann Seafood IQ á laggirnar:

„Snemma árs 2015 uppgötva ég að ný tækni, prentanleg raftæki, eru að ryðja sér til rúms og ég kem strax auga á hvernig mætti nýta þessa tækni í sjávarútvegi. Sem fyrrverandi framleiðandi fiskafurða vissi ég að hefðbundnar sjávarafurðir geta ekki borið mikinn viðbótar tæknikostnað í pökkun og flutningum en með prentuðum raftækjum væri hægt að gera fullkomna senda og skynjara sem kosta aðeins lítið brot af verði þess búnaðar sem hefur verið notaður hingað til.“

Hræódýrar rafrásir

Sú tækni sem Seafood IQ hefur þróað gengur út á að prenta rafrásir á merkimiða fiskumbúða og nota bæði til að bæta rekjanleika, mæla hitastig og hnjask. Rafrásirnar eru prentaðar á örþunna og sveigjanlega filmu sem er síðan fest á hefðbundinn prentaðan merkimiða. Segir Stefán að prentaðar rafrásir skapi ótal möguleika:

„Lengi vel voru strikamerkingar notaðar sem auðkenna- og rekjanleikjamerki á fiskumbúðum og alls kyns öðrum vörum en í dag er svo komið að hver sem er getur endurprentað strikamerkingar og QR-merkingar til að villa fyrir kaupendum og selja ranglega merktan fisk. Þess háttar svindl er illmögulegt þegar merkimiðar geyma upplýsingar á prentuðum rafrásum og væri kostnaðurinn við svindlið mun meiri en ávinningur svikahrappa af því að reyna t.d. að selja fisk frá öðru landi sem íslenskan hágæðafisk.“

Með því að gefa pakkningum rafrænt auðkenni má líka nota skynjara til að straumlínulaga alla flutningsferla. „Í stað þess að þurfa að skanna strikamerkið á hverjum einasta kassa má aka heilu vörubretti í gegnum löggilda lesaragátt sem telur sjálfkrafa alla kassana á brettinu. Er því ekki bara búið að auðkenna vöruna með hætti sem hægt er að treysta heldur má með lítilli fyrirhöfn rekja ferðir hverrar pakkningar á sjálfvirkan hátt og í raun tryggja nær fullkominn rekjanleika allt þar til fiskpakkning er komin í verslun.“

Fjallað var ítarlega um tækni Seafood IQ í ViðskiptaMogganum á fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »