Hægt að rekja og vakta hverja pakkningu

Stefán P. Jones segir tækni Seafood IQ leggja grunninn að …
Stefán P. Jones segir tækni Seafood IQ leggja grunninn að stafrænni virðiskeðju íslenskra sjávarafurða. Fyrirtækið hefur hlotið styrki frá Rannís og ESB, auk verðmæts stuðnings frá Íslenska sjávarklasanum. mbl.is/Hari

Með því að nota prentaðar rafrás­ir má gera full­komna merkimiða sem nær ómögu­legt er að falsa. Þess­ir snjöllu merkimiðar geta líka greint hita­stig og geymt hvers kyns upp­lýs­ing­ar. Aka mætti heilu bretti í gegn­um les­aragátt sem nær sam­bandi við hverja ein­ustu pakkn­ingu á auga­bragði.

Stefán P. Jo­nes vill nota nýj­ustu tækni til að gjör­breyta vöru­keðju sjáv­ar­út­vegs­ins. Stefán fór fyrst á sjó sex­tán ára gam­all, var vinnslu­stjóri á frysti­tog­ara í ára­tug, stofnaði síðan fisk­vinnslu og rak sölu- og út­flutn­ings­fyr­ir­tæki. Fyr­ir þrem­ur árum setti hann tækn­isprot­ann Sea­food IQ á lagg­irn­ar:

„Snemma árs 2015 upp­götva ég að ný tækni, prent­an­leg raf­tæki, eru að ryðja sér til rúms og ég kem strax auga á hvernig mætti nýta þessa tækni í sjáv­ar­út­vegi. Sem fyrr­ver­andi fram­leiðandi fiskaf­urða vissi ég að hefðbundn­ar sjáv­ar­af­urðir geta ekki borið mik­inn viðbót­ar tækni­kostnað í pökk­un og flutn­ing­um en með prentuðum raf­tækj­um væri hægt að gera full­komna senda og skynj­ara sem kosta aðeins lítið brot af verði þess búnaðar sem hef­ur verið notaður hingað til.“

Hræó­dýr­ar rafrás­ir

Sú tækni sem Sea­food IQ hef­ur þróað geng­ur út á að prenta rafrás­ir á merkimiða fiskumbúða og nota bæði til að bæta rekj­an­leika, mæla hita­stig og hnjask. Rafrás­irn­ar eru prentaðar á örþunna og sveigj­an­lega filmu sem er síðan fest á hefðbund­inn prentaðan merkimiða. Seg­ir Stefán að prentaðar rafrás­ir skapi ótal mögu­leika:

„Lengi vel voru strika­merk­ing­ar notaðar sem auðkenna- og rekj­an­leikja­merki á fiskumbúðum og alls kyns öðrum vör­um en í dag er svo komið að hver sem er get­ur end­ur­prentað strika­merk­ing­ar og QR-merk­ing­ar til að villa fyr­ir kaup­end­um og selja rang­lega merkt­an fisk. Þess hátt­ar svindl er ill­mögu­legt þegar merkimiðar geyma upp­lýs­ing­ar á prentuðum rafrás­um og væri kostnaður­inn við svindlið mun meiri en ávinn­ing­ur svika­hrappa af því að reyna t.d. að selja fisk frá öðru landi sem ís­lensk­an hágæðafisk.“

Með því að gefa pakkn­ing­um ra­f­rænt auðkenni má líka nota skynj­ara til að straum­línu­laga alla flutn­ings­ferla. „Í stað þess að þurfa að skanna strika­merkið á hverj­um ein­asta kassa má aka heilu vöru­bretti í gegn­um lög­gilda les­aragátt sem tel­ur sjálf­krafa alla kass­ana á brett­inu. Er því ekki bara búið að auðkenna vör­una með hætti sem hægt er að treysta held­ur má með lít­illi fyr­ir­höfn rekja ferðir hverr­ar pakkn­ing­ar á sjálf­virk­an hátt og í raun tryggja nær full­kom­inn rekj­an­leika allt þar til fiskpakkn­ing er kom­in í versl­un.“

Fjallað var ít­ar­lega um tækni Sea­food IQ í ViðskiptaMogg­an­um á fimmtu­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »