Mun minna mælist af makríl við Ísland

Makríll í neti. Mun minna mældist af makríl í hafinu …
Makríll í neti. Mun minna mældist af makríl í hafinu við Ísland í sumar en fyrri ár. mbl.is/Árni Sæberg

Mun minna mældist af makríl á hafsvæðinu við Ísland en verið hefur undanfarin ár, en þéttleikinn við Íslandsstrendur er sem fyrr mestur vestan megin við landið. Þetta er á meðal niðurstaðna úr sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 30. júní til 6. ágúst.

Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi, en greint er frá niðurstöðum hans á vef Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöðurnar voru kynntar Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) í dag og eru þær, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark síldar, makríls og kolmunna 28. september.

Minna mældist af bæði makríl og síld

Vísitala lífmassa makríls var metin 6,2 milljónir tonna, sem er 40% lækkun frá fyrra ári og 30% lægri en meðaltal síðustu fimm ára. Mestur þéttleiki makríls mældist í Noregshafi.

Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangrinum.
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangrinum. Útbreiðslukort/Af vef Hafrannsóknastofnunar

Magn norsk-íslenskrar síldar lækkaði einnig og var vísitala lífmassa metin 4,5 milljónir tonna, sem er 24 % lækkun frá árinu 2017. Útbreiðsla stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta stofnsins, þar sem mesti þéttleikinn var norður af Færeyjum og fyrir austan og norðan Ísland.

Útbreiðsla og magn (bergmálsgildi) norsk-íslenskrar vorgotssíldar sumarið 2018.
Útbreiðsla og magn (bergmálsgildi) norsk-íslenskrar vorgotssíldar sumarið 2018. Útbreiðslukort/Af vef Hafrannsóknastofnunar

Yfirborðshiti sjávar sunnan og vestan við Ísland var um 1 – 2 °C lægri en langtímameðaltal síðustu 20 ára en um 1 – 2 °C hærri norðan við landið, sem og við austurströnd Grænlands. Í Noregshafi var yfirborðshiti um og yfir meðaltali síðustu 20 ára.

Umfjöllun á vef Hafrannsóknastofnunar

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka