Ræddu sjálfbæra stjórnun auðlinda hafsins

Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegsráðherra Íslands.
Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegsráðherra Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ræðu sinni á 23. ráðstefnu sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins lagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu og vernd hafsvæða og mikilvægi þess að þjóðir við Norður-Atlantshaf komi sér saman um hvernig nýta megi deilistofna með sjálfbærum hætti. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Ráðstefna sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins fór fram í 23. sinn í Þórshöfn í Færeyjum 27. og 28. ágúst. Kristján Þór sat ráðstefnuna ásamt fulltrúum Færeyja, Kanada, Noregs, Rússlands, Grænlands og Evrópusambandsins fyrir hönd aðildarríkja þess.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var Sjálfbær stjórnun auðlinda hafsins, en ráðstefnurnar hafa nýst vel sem umræðuvettvangur fyrir ráðherrana um fiskveiði og fiskveiðistjórnun í gegnum árin. Kristján Þór lagði jafnframt áherslu á mikilvægi hafrannsókna, og að efling þeirra væri í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands, í ræðu sinni.

Á þriðjudag átti Kristján Þór tvíhliða fund, en hann sat meðal annarra Karmena Vella, framkvæmdastjóri umhverfis- og sjávarútvegsmála Evrópusambandsins. Til umræðu á fundinum var meðal annars samningur um nýtingu fiskistofna í Norður-Íshafi, sem verður staðfestur af ráðherrum ríkjanna í Ilullisat í Grænlandi í október, og tvíhliða fiskveiðasamningur Íslands og ESB og framtíð hans.

Í lok ráðstefnunnar var tilkynnt að 24. ráðstefna sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins fari fram á Íslandi á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Loka