Ljósin brátt tendruð á nýjum vita

Verið er að byggja nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkurhöfn, austan við …
Verið er að byggja nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkurhöfn, austan við Höfða á Sæbrautinni í Reykjavík. Hann á að koma í stað vita í turni Sjómannaskólans sem var í notkun allt þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. mbl.is/Eggert

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við Sæbrautina í Reykjavík, rétt austan við hið sögufræga hús Höfða. Þar hefur verið mótað umhverfi fyrir nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkurhöfn.

Innsiglingarviti við Sæbraut hefur verið lengi á áætlun Faxaflóahafna.

Hann kemur í stað vita í turni Sjómannaskólans sem þjónaði hlutverkinu allt fram á síðustu ár, eða þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Þrátt fyrir að skip og bátar séu í dag með fullkomnustu siglingatæki þykir hafnaryfirvöldum samt sem áður þörf á að hafa innsiglingarvita til að vísa leiðina inn Engeyjarsund. Þá hafi vitinn einnig þýðingu fyrir umferð um Sundahöfn.

Verktakar hafa unnið að því í vor og sumar að …
Verktakar hafa unnið að því í vor og sumar að færa grjótgarðinn og gera undirstöður fyrir nýja vitann, sem settur verður upp í haust. Hið fræga hús Höfði er efst til vinstri. mbl.is/Eggert

Áður en Sjómannaskólinn var byggður var notaður viti við Vitastíg, skammt frá Vitatorgi.

Á stjórnarfundi Faxaflóahafna í febrúar voru kynntar tillögur Yrkis arkitekta að umhverfi innsiglingarvita við Sæbraut. Hafnarstjórn bókaði að hún óskaði eftir því að Reykjavíkurborg lyki gerð deiliskipulags vegna vitans sem fyrst og varð borgin við því.

Spöng ehf. hefur séð um að færa út sjóvarnargarð og laga að steyptum palli þar sem vitanum verður komið fyrir. Stefnt er að því að koma vitanum fyrir í lok september. Gert er ráð fyrir u.þ.b. mánuði í frágang og að allt verði tilbúið í lok október.

Svona mun vitinn líta út þegar hann verður kominn á …
Svona mun vitinn líta út þegar hann verður kominn á sinn stað, væntanlega í októberlok. Tölvumynd/Yrki verktakar

Tillaga Yrkis arkitekta byggist á því að vitinn verði með sama útliti og innsiglingarvitarnir í Gömlu höfninni, sem hafa litið eins út frá byggingu hafnarinnar á árunum 1913 til 1917. Vitinn er tilbúinn og er í geymslu í bækistöð Faxaflóahafna í Örfirisey. Áætlaður kostnaður við verkið er 75 milljónir króna og þar af mun borgin greiða 50 milljónir og Faxaflóahafnir 25 milljónir.

Reiknað er með að þessi staður við Sæbraut verði fjölsóttur af ferðamönnum, eins og listaverkið Sólfarið er í dag. Sólfarið, verk Jóns Gunnars Árnasonar, hefur lengi fangað athygli ferðamanna og er vel sóttur viðkomustaður í borginni.

„Þegar verkinu lýkur verður leiðarmerkingin í innsiglingunni til Reykjavíkur aftur eins og á að vera,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,36 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,36 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »