Eldislax líklega kominn í Vatnsdalsá

Dalsfoss í Vatnsdalsá. Myndin er úr safni.
Dalsfoss í Vatnsdalsá. Myndin er úr safni. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Talið er að eld­islax hafi veiðst í Hnaus­a­streng í Vatns­dalsá í gær. Lax­inn sem veidd­ist var 70 sm hrygna og er staðar­hald­ari ár­inn­ar ekki í nein­um vafa um að um eld­islax sé að ræða. Ef það reyn­ist rétt myndi það vera a.m.k. fjórði eld­islax­inn sem veiðist í ís­lensk­um ám í sum­ar.

Greint var frá því í Morg­un­blaðinu í dag að staðfest hefði verið eft­ir rann­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að þrír lax­ar sem veidd­ust í Laug­ar­dalsá í Ísa­fjarðar­djúpi, Selá í Skjald­fann­ar­dal og Staðará í Stein­gríms­firði hafi verið eld­islax­ar.

„Ég er bú­inn að starfa hér sem leiðsögumaður síðan 1993 og ég þekkti þetta al­veg um leið. Hann er öðru­vísi í lag­inu og þetta er greini­lega eld­is­fisk­ur,“ seg­ir Björn K. Rún­ars­son, leigutaki og staðar­hald­ari, í Vatns­dalsá í sam­tali við mbl.is.

Björn seg­ir um­merki á lax­in­um benda til þess að aug­ljós­lega sé um eld­islax að ræða.

„Þessi fisk­ur er ugga­skemmd­ur. Bak­ugg­inn er ónýt­ur, eyrugg­arn­ir eru skemmd­ir og sporður­inn snjáður. Snopp­an er líka skemmd á hon­um. Ekki neitt illa en þetta er al­veg greini­lega eld­islax,“ seg­ir hann.

Hryðju­verk fyr­ir ís­lenska nátt­úru

Ekk­ert fisk­eldi er ná­lægt Vatns­dalsá svo að ef um eld­islax er að ræða hef­ur hann þurft að ferðast tölu­vert langa leið til að ná alla leið í Hnaus­a­streng í Vatns­dalsá.

„Það er ekk­ert eldi hér ná­lægt, það er langt í næsta eldi á Vest­fjörðum. Það er búið að segja okk­ur að eld­is­fisk­ur­inn fari ekk­ert inn á þessi svæði en við vit­um all­ir að það er bara kjaftæði. Hann ferðast víða, enda er hann með sporð,“ bæt­ir Björn ósátt­ur við.

„Þetta er hættu­legt fyr­ir ís­lenska nátt­úru, eig­in­lega bara hryðju­verk. Það er búið að sanna sig um all­an heim að alls staðar þar sem fisk­eldi er þá hrynja laxa­stofn­ar niður. Það hef­ur bara sýnt sig,“ seg­ir Björn en tel­ur að það sé lítið hægt að gera annað en að fylgj­ast með hvort að fleiri slík­ar lax­ar veiðist í ánni.

„Það get­ur verið að þetta sé einn lax en við ótt­umst að það séu fleiri á ferðinni,“ bæt­ir hann við.

„Fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­in vilja meina að lax­inn eigi ekki að ferðast svona langt frá stöðvun­um sín­um og þetta eigi ekki að geta gerst og að eng­in slys hafi átt sér stað en það er greini­legt að fisk­ur er að sleppa út,“ seg­ir hann að lok­um.

Björn telur ummerki á laxinum benda eindregið til þess að …
Björn tel­ur um­merki á lax­in­um benda ein­dregið til þess að um eld­islax sé að ræða. Ljós­mynd/​Aðsend
Skemmdir á uggum benda til þess að laxinn komi úr …
Skemmd­ir á ugg­um benda til þess að lax­inn komi úr lax­eldi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »