Smíði hafin á nýrri Vestmannaey

Þannig munu Vestmannaey og Bergey koma til með að líta …
Þannig munu Vestmannaey og Bergey koma til með að líta út.

Smíði er haf­in á nýju skipi Bergs-Hug­ins ehf., sem koma mun í stað Vest­manna­eyj­ar VE og kem­ur til með að bera sama heiti. Þá er und­ir­bún­ing­ur haf­inn að smíði nýrr­ar Ber­geyj­ar VE, en norska skipa­smíðastöðin Vard hef­ur um­sjón með smíði beggja skip­anna.

200 míl­ur greindu frá ákvörðun Síld­ar­vinnsl­unn­ar, móður­fé­lags Bergs-Hug­ins, um end­ur­nýj­un skip­anna í des­em­ber síðastliðnum.

Skip­in sem um ræðir verða 28,95 metr­ar að lengd og 12 metr­ar að breidd, og í þeim verða tvær aðal­vél­ar með tveim­ur skrúf­um og einnig ný kyn­slóð raf­magns­spila frá Sea­onics. Skip­in verða vel búin í alla staði og munu hafa íbúðir fyr­ir 13 manns og taka um 80 tonn af ísuðum fiski í lest. Þá hef­ur verið vand­lega hugað að ork­u­nýt­ingu við hönn­un skip­anna, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Vinnuaðstaða sjó­manna er þar sögð sér­stak­lega höfð í huga við hönn­un á vinnslu­dekki og öll áhersla lögð á góða meðhöndl­un á fiski og öfl­uga kæl­ingu.

Guðmund­ur Al­freðsson, viðhalds­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, er ný­lega kom­inn frá Nor­egi en hann mun þar fylgj­ast vel með öllu er lýt­ur að hönn­un og smíði skip­anna.

„Skip­in eru smíðuð í ein­ing­um og fer smíði þeirra fram í skipa­smíðastöðinni Salt­hammer í Tes­fjord. Þaðan eru ein­ing­arn­ar dregn­ar á pramma til Aukra þar sem þær verða sett­ar sam­an og allri vinnu við smíðina verður lokið þar,“ er haft eft­ir Guðmundi á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Af­hent næsta sum­ar

„All­ir þætt­ir við smíði skip­anna eru boðnir út og síðan koma starfs­menn þeirra fyr­ir­tækja sem fá verk­efn­in til Aukra og vinna í þeim þar. Þannig eru ein­stak­ir hlut­ar skip­anna smíðaðir víða en öll sam­setn­ing á sér stað í Aukra auk þess sem eitt skip­anna verður að öllu leyti smíðað þar. Skrokk­ar okk­ar skipa verða smíðaðir í Salt­hammer og sett­ir sam­an í Aukra en skrokk­ar fjög­urra skipa verða hins veg­ar smíðaðir í Vietnam,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Þegar smíðinni í Vietnam verður lokið verða skrokk­arn­ir flutt­ir þaðan til Aukra og þar verða skip­in síðan full­frá­geng­in. Nú ligg­ur fyr­ir að af­hend­ing á nýrri Vest­manna­ey og Ber­gey dregst lít­ils hátt­ar frá því sem ráð var fyr­ir gert. Nú er gert ráð fyr­ir að Vest­manna­ey verði af­hent í maí 2019 og Ber­gey í júní.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »