Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica.
Fyrir kaupin voru eigendur Solo Seafood útgerðarfélögin FISK-Seafood, Jakob Valgeir ehf. á Bolungarvík, Nesfiskur, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica, og Sjávarsýn, félag Bjarna Ármannssonar.
Munu fyrrverandi eigendur Solo Seafood ganga inn í eigendahóp ISI, en kaupin voru gerð með hlutabréfum í ISI, sem metin voru á rúma átta milljarða króna föstudaginn 14. september, auk hreinnar greiðslu upp á 478 þúsund evrur, eða sem nemur rúmum 62 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Nemur heildarvirði kaupanna tæpum 8,2 milljörðum.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum má greina ýmis jákvæð merki í hálfsársuppgjöri ISI. Hagnaður af reglulegri starfsemi ISI jókst um 71% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra og nam 2,2 milljónum evra fyrir skatt.
Fram kemur í tilkynningu á vef ISI að Icelandic Iberica sé eitt af leiðandi sjávarfangsfyrirtækjum á markaðinum í S-Evrópu.
„Það er okkur mikil ánægja að tilkynna kaupin á Icelandic Iberica Group,“ er haft eftir Helga Antoni Eiríkssyni, framkvæmdastjóra ISI. „Þetta er mikilvægt skref í virðisaukaáætluninni okkar, sem snýst um að búa til þétta aðfangakeðju frá uppruna og fram til neytanda. Með stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin FISK, Nesfisk og Jakob Valgeir sem stóra hluthafa munu skapast tækifæri í Suður-Evrópu og á öllum þeim svæðum sem við þjónum.“
Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður ISI, segir að um stóra breytingu sé að ræða.
„Ég er stoltur af því eiga þátt í þessari frábæru þróun og er spenntur fyrir framtíðarmöguleikunum.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 197,98 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |