Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Þá eru slíkir teljarar einnig notaðir til að fá beina talningu á stærð hrygningarstofna.
Í vikunni fór óvæntur gestur í gegnum einn teljarann, en þá kraflaði minkur sig í gegnum teljara í Krossá á Skarðsströnd. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi fer hann nokkuð hratt í gegnum teljarann og ljóst að straumurinn ber minkinn samhliða því sem hann reynir að synda.
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri á ferskvatnssviði hjá Hafrannsóknastofnun, segir að önnur dýr en fiskar sjáist sjaldan í teljurunum, en það hafi þó komið fyrir áður. Nefnir hann að áður hafi þeir meðal annars séð fugl fara í gegnum teljarann í Krossá og þá hafi hann séð myndir frá Írlandi þar sem otur synti í gegnum viðlíka teljara.
Almennt eru laxateljarar settir á heldur straumþungt svæði, en það helgast af því að til að ná öllum fiski í gegnum teljarann þarf svæðið að vera nokkuð þröngt, jafnvel manngerð fyrirstöðugöng eða í laxastigum. Þar með er straumurinn mikill og veldur því að sjaldnast fara önnur dýr þar í gegn en fiskur.
Í Krossá er að sögn Guðna hins vegar nokkuð minni straumur þar sem teljarinn er en í öðrum ám og því sé líklegast þar að önnur dýr en fiskar fari í gegn. Guðni segir að myndavélateljarar sem þessi séu einnig í Úlfarsá, Elliðaám, Grenlæk, Langadalsá, Vesturdalsá, í Búðafossi í Þjórsá, Gljúfurá og Kálfá.
Teljararnir eru þróaðir af íslenska fyrirtækinu Vaka, en fyrstu vélarnar tóku skuggamyndir. Fyrir þó nokkru hafi þeir hins vegar þróað þá myndavélateljara sem nú séu notaðir. Er myndbandsupptaka í gangi og þegar fiskur (eða minkur ef því er að skipta) fer í gegn er stutt myndskeið vistað á tölvu sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar geta svo skoðað.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.11.24 | 523,57 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.11.24 | 522,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.11.24 | 308,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.11.24 | 241,31 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.11.24 | 126,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.11.24 | 295,63 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 7.11.24 | 327,20 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 30.728 kg |
Ýsa | 24.952 kg |
Skarkoli | 2.196 kg |
Ufsi | 422 kg |
Sandkoli | 311 kg |
Karfi | 143 kg |
Steinbítur | 135 kg |
Grálúða | 111 kg |
Hlýri | 101 kg |
Þykkvalúra | 82 kg |
Langa | 55 kg |
Skötuselur | 54 kg |
Djúpkarfi | 9 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 59.301 kg |
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 1.308 kg |
Skrápflúra | 718 kg |
Þorskur | 465 kg |
Skarkoli | 225 kg |
Sandkoli | 205 kg |
Steinbítur | 104 kg |
Samtals | 3.025 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.11.24 | 523,57 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.11.24 | 522,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.11.24 | 308,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.11.24 | 241,31 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.11.24 | 126,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.11.24 | 295,63 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 7.11.24 | 327,20 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 30.728 kg |
Ýsa | 24.952 kg |
Skarkoli | 2.196 kg |
Ufsi | 422 kg |
Sandkoli | 311 kg |
Karfi | 143 kg |
Steinbítur | 135 kg |
Grálúða | 111 kg |
Hlýri | 101 kg |
Þykkvalúra | 82 kg |
Langa | 55 kg |
Skötuselur | 54 kg |
Djúpkarfi | 9 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 59.301 kg |
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 1.308 kg |
Skrápflúra | 718 kg |
Þorskur | 465 kg |
Skarkoli | 225 kg |
Sandkoli | 205 kg |
Steinbítur | 104 kg |
Samtals | 3.025 kg |