Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna.
Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar, en um er að ræða togarana Björgúlf EA og Hjalteyrina EA frá Samherja, auk Kaldbaks EA sem gerður er út af Útgerðarfélagi Akureyringa.
Áður hafa 200 mílur fjallað um landanir Kaldbaks EA, togara ÚA, sem reynst hafa Seyðisfjarðarhöfn drjúgar.
Fram kemur á vef útgerðarinnar að Björgúlfur EA hafi landað fjórum sinnum í Neskaupstað í sumar, samtals um 540 tonnum. Hjalteyrin EA hafi þá landað þar alls sjö sinnum, samtals 545 tonnum. Þá sé Kaldbakur EA nú að landa í fjórða sinn og afli hans samtals um 580 tonn.
Að auki hafi Anna EA landað grálúðu í Neskaupstað, einkum í byrjun árs og í sumar. Landanir hennar þar séu tólf hingað til og heildarafli um 1.030 tonn.
Bent er á að fyrir liggi að þessar landanir skipti hafnarsjóð Fjarðabyggðar miklu máli og segir Hákon þær afar jákvæðar.
„Þessar landanir hafa aukist mikið frá fyrri árum og þær hafa jákvæð áhrif á tekjur hafnarsjóðs, bæði tekjur í formi hafnargjalda og aflagjalda. Ekki má heldur gleyma því að landanirnar eru mikilvægar fyrir fyrirtæki á svæðinu. Ég vil til dæmis í því sambandi nefna fyrirtæki sem sinna löndunarþjónustu og flutningafyrirtæki,“ segir hann og kveðst fagna aukinni umferð um hafnirnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |