Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í sparifötunum. Sólbakur EA, áður Kaldbakur, siglir til móts við …
Í sparifötunum. Sólbakur EA, áður Kaldbakur, siglir til móts við nýjan Kaldbak EA 1, sem kom til Útgerðarfélags Akureyringa í mars 2017. Gamli Kaldbakur var einn af sex Spánartogurum sem smíðaðir voru fyrir rúmum 40 árum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að skipið hafi alla tíð verið farsælt og fengsælt. Nú sé það hins vegar komið á aldur og fari í brotajárn í Belgíu.

Með brotthvarfi skipsins úr flotanum er aðeins einn af stóru Spánartogurunum sex eftir á veiðum fyrir íslenskt útgerðarfyrirtæki, en frystitogarinn Blængur er í flota Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Öll voru skipin gerð út í áratugi til fiskveiða hér við land og reyndust yfirleitt mikil aflaskip. Miklar breytingar voru gerðar á sumum þeirra í áranna rás og nokkrum þeirra var breytt í frystitogara.

Svo stiklað sé á stóru í sögu Spánartogaranna þá komu þeir til landsins á árunum 1973-1975. Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Á áttunda áratugnum voru margir skuttogarar keyptir til landsins og voru Spánartogararnir meðal stærstu skipanna í þessum nýja flota. Kaupin á þeim voru gerð með atbeina stjórnvalda og með ríkisábyrgð. Þrjú skipanna fóru til Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tvö fóru til Útgerðarfélags Akureyringa og einn Spánartogarinn til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

Ítarlegar var fjallað um Spánartogarana og afdrif þeirra í Morgunblaðinu 22. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Loka