Hvalur 9 kom með tvo síðustu hvali sumarsins í Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrinótt. Alls veiddust 146 langreyðar, en af þeim greindust tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Spurður um framhald hvalveiða næsta sumar segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., að nær sé að beina þeirri spurningu til stjórnvalda.
Veðurspá er ekki hagstæð næstu vikuna og því var ákveðið að láta staðar numið, en veiðitímabilinu hefur oft lokið um þetta leyti. Vertíðin hófst 19. júní þegar Hvalur 8 fór út, en Hvalur 9 tafðist um níu daga meðan beðið var varahluta í stýri og skutpípu. Vertíðin stóð því í 98 daga, en frátafir voru í 18 daga vegna brælu.
Að sögn Kristjáns störfuðu alls um 150 manns hjá fyrirtækinu í sumar; á hvalbátunum tveimur, í Hvalfirði og í Hafnarfirði. „Þrátt fyrir rysjótt veður gekk vertíðin vel,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið í dag.
„Hvalurinn var frekar nálægt landi eða yfirleitt 120-130 mílur úr Hvalfirði. Mest veiddist út af Faxaflóa og Reykjanesi og það var mikið af hval að sjá í sumar; steypireyður, langreyður, sandreyður, hnúfubakur og búrhvalur.“
Í Morgunblaðinu greinir Kristján einnig frá því að leitað hafi verið til hans frá Vestur-Afríku, eftir upplýsingum um hvað þurfi að gera til að geta byrjað að veiða hval.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.724 kg |
Þorskur | 322 kg |
Samtals | 5.046 kg |
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra | |
---|---|
Þorskur - Noregi | 13 kg |
Samtals | 13 kg |
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.596 kg |
Ýsa | 28 kg |
Samtals | 1.624 kg |
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Skrápflúra | 865 kg |
Ýsa | 704 kg |
Þorskur | 471 kg |
Sandkoli | 216 kg |
Skarkoli | 126 kg |
Steinbítur | 76 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.462 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.724 kg |
Þorskur | 322 kg |
Samtals | 5.046 kg |
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra | |
---|---|
Þorskur - Noregi | 13 kg |
Samtals | 13 kg |
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.596 kg |
Ýsa | 28 kg |
Samtals | 1.624 kg |
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Skrápflúra | 865 kg |
Ýsa | 704 kg |
Þorskur | 471 kg |
Sandkoli | 216 kg |
Skarkoli | 126 kg |
Steinbítur | 76 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.462 kg |