Vill upplýsta samstöðu sjómanna

Heiðveig var á leið um borð í Engey er blaðamaður …
Heiðveig var á leið um borð í Engey er blaðamaður náði tali af henni. Hún stefnir á framboð til formanns í vetur. mbl.is/Eggert

Efla þarf samstöðu á meðal verkalýðsfélaga sjómanna og forysta þeirra þarf að vera betur upplýst um það sem hinum almenna sjómanni finnst að betur megi fara. Þetta segir Heiðveig María Einarsdóttir, sem ákveðið hefur að bjóða sig fram í embætti formanns Sjómannafélags Íslands.

Er blaðamaður náði tali af Heiðveigu í gær var hún á leið um borð í Engey, togara HB Granda. Hún segist lengi hafa fylgst með málum sjómanna af hliðarlínunni, fyrst sem sjómannsdóttir á Vestfjörðum og á Norðurlandi, en síðan meir er hún var á sjó í kringum aldamótin, á Flæmska hattinum. Þá tók við nokkurra ára dvöl í landi.

„Við erum sex manna fjölskylda og allir hafa farið út á sjó nema litla systir mín, þannig segja má að þetta sé í blóðinu. Og svo núna, þegar börnin eru orðin eldri og allt orðið sveigjanlegra, þá sótti ég aftur um að komast á skip, fékk starfið og fór í kjölfarið að fylgjast meira með gangi mála, enda auðveldara þegar maður á tíð samskipti og miklar samræður við félaga manns í sjómannastéttinni. Ég fylgdist enda mjög vel með síðustu samningaviðræðum, verkfallinu og öllu sem því fylgdi,“ segir Heiðveig.

Þungavigtarlið hinum megin

„En þegar ég var að fylgjast með verkfallinu vakti það um leið athygli mína, og sömuleiðis þeirra sem í kringum mig starfa, hversu illa undirbúin sjómannafylkingin var fyrir kjaraviðræðurnar. Ég tek nú ekki svo djúpt í árinni að fullyrða að það hefði ekki þurft að verða verkfall, en ég hugsa að það hefði verið hægt að undirbúa þetta ferli mun betur. Það skildi svo mikið á milli hvað varðar fagleg vinnubrögð beggja samningsaðila,“ bætir hún við og útskýrir nánar:

„Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að útgerðirnar eru með peningana og völdin, og þar af leiðandi með algjört þungavigtarlið í öllu sem skiptir máli í kjaraviðræðum; hagfræði, lögfræði og samningatækni. Það er líka mjög skiljanlegt af þeirra hálfu, að nálgast viðræðurnar með þessum hætti. En á sama tíma finnst mér að þetta hafi skort okkar megin borðsins, í sjómannafélögunum.“

Heiðveig tekur fram að ekki þurfi þó að líta á viðsemjendur sjómanna sem einhvers konar ógnarafl. „Þetta eru bara viðsemjendur okkar og við þurfum að mæta þeim á jafnréttisgrundvelli. Það er kominn tími til þess.“

Hún segir að efla þurfi samstöðu félaganna um þessi mál áður en gengið sé að samningaborðinu, og að samtal þurfi að eiga sér stað á milli forystu sjómannafélaga annars vegar og sjómanna hins vegar, til að forystan sé betur upplýst um það sem almennum sjómönnum finnst að betur megi fara.

Taki loturnar á heimavelli

„Forystan hefur verið veik. Það sést best á því hvernig samstaðan hefur sundrast. Og þá stöndum við veikar gagnvart samningsaðilunum. Þá finnst mér núna kominn tími til að við tökum þessar samningalotur á heimavellinum okkar, eða á hlutlausum vettvangi, en ekki á heimavellinum þeirra.“

Hún víkur þá talinu að eftirlitsfrumvarpinu svokallaða, sem verið hefur í bígerð í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og varðar aukið eftirlit með þeim sem veiða og vinna fisk. „Formaður Sjómannasambandsins kom fram í fjölmiðlum og sagði að þetta væri fínt og flott frumvarp. Þvert á móti. Þetta frumvarp varðar störf okkar allra og það eru mjög skiptar skoðanir um þetta. En þegar rýnt er í umsagnir og lögskýringargögn með frumvarpinu þá er ekki að finna umsögn frá einu einasta sjómannafélagi. Hvorki hósti né stuna. Hver var málsvari okkar sjómanna við gerð þessa frumvarps? Enginn, nema mögulega SFS, af því við deilum þarna líklega sömu áhyggjum.“

Fengið virkilega góð viðbrögð

Heiðveig tekur fram að hennar framboð snúist ekki um að ná einhvers konar völdum eða yfirtöku, „heldur til að fá vettvang til að koma okkar málefnum á framfæri, bæði gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Heiðveig tilkynnti framboð sitt á þriðjudag og segist hafa fengið virkilega góð viðbrögð frá sjómönnum.

„Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og það eru margir sem eru að hvetja mig áfram og spyrja hvar þeir geti skrifað undir meðmælalista. Ég finn því fyrir miklum stuðningi. Stjórnendur í öðrum félögum hafa svo haft samband við mig til að ræða ýmis mál á faglegum nótum.“

Spurð hvenær kosningar verði um forystu félagsins segist hún búast við að þær verði frá nóvembermánuði og fram í janúar.

Vill bæta hag sjómanna

„Kosningin er þó ekki rafræn, heldur fer hún fram á skrifstofu félagsins. Það er eitt af því sem ég vil lagfæra, og um leið taka félagið nokkur skref fram á við og inn í árið 2018. Störf félagsmanna eru einfaldlega þess eðlis að við erum mikið fjarverandi og það er erfitt að ná okkur öllum saman. Aðalfundur er til dæmis alla jafna á milli jóla og nýárs, því þá eru mestar líkur á að sem flestir komist. En eins og í mínu tilfelli, þá fór ég út á sjó annan í jólum í fyrra og kom til baka á gamlársdag, þannig að ég náði ekki á fundinn,“ segir Heiðveig.

„En mest vil ég fá að starfa með þeim sem vilja vinna að því að bæta hag sjómanna. Mér finnst vera viss skortur á því. Þetta þarf ekki að vera neins konar stríð – það þarf bara að vinna þessa vinnu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »