Mikið reiðarslag fyrir smátt samfélag

Þungt hljóð er í Bílddælingum vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og …
Þungt hljóð er í Bílddælingum vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækjanna. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það er mjög vont hljóð í fólki. Maður heyrir mikið óöryggi hjá öllum og allir hafa af þessu miklar áhyggjur,“ segir Jón Garðar Jörundsson, framkvæmdastjóri Hafkalks og íbúi á Bíldudal. Hann segir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum vera mikið reiðarslag fyrir þetta smáa samfélag.

Jón Garðar Jörundsson og Sara Hreiðarsdóttir fluttu til Bíldudals fyrir …
Jón Garðar Jörundsson og Sara Hreiðarsdóttir fluttu til Bíldudals fyrir sex árum. Þau eru bæði fædd og uppalin í borginni. Ljósmynd/Aðsend

„Ég á nágranna þar sem báðar fyrirvinnurnar starfa hjá Arnarlaxi, þau fengu fréttirnar þegar þau voru stödd í utanlandsferð og vita núna ekki hvað bíður þeirra,“ segir hann. „Maður hefur áhyggjur af því hvað verður ef þetta fer á versta veg. Áður en laxeldið kom var ekkert við að vera. Húsin voru því næst að vera verðlaus og þorpin hér í kring að leggjast í eyði.“

Fædd og uppalin í Reykjavík en fluttu vestur fyrir sex árum

Jón Garðar og eiginkona hans, Sara Hreiðarsdóttir, eru bæði fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu en þau fluttu til Bíldudals fyrir sex árum frá Reykjavík. „Þegar við fluttum til Bíldudals fórum við með þrjú börn, en við erum búin að bæta einu við. Það var nánast ekkert hér í bænum, 110 til 120 íbúar með fasta búsetu, engin þjónusta eða líkamsrækt. Skólinn og leikskólinn litlausir með lítið af börnum. En maður fann von því laxeldið var að fara af stað,“ segir Jón Garðar.

Íbúar vinna margir hjá Arnarlaxi. Aðrir reiða sig mjög á …
Íbúar vinna margir hjá Arnarlaxi. Aðrir reiða sig mjög á atvinnuuppbygginuna á svæðinu í afleiddum störfum í skólum eða þjónustu. Ljósmynd/Aðsend

„Í dag iðar bærinn af lífi. Alla morgna er fólk á leið í vinnu og bærinn er fullur af fólki. Fólk keppist um leiguíbúðir, hér er verið að fjárfesta í eignum og skóli og leikskóli eru að fyllast,“ segir Jón og lýsir því hversu mikil og jákvæð breytingin sé því orðin í bænum á þeim sex árum þegar það þótti fréttnæmt að fimm manna fjölskylda hefði flutt vestur, til dagsins í dag, þegar börn geta í fyrsta skipti æft fimleika á svæðinu því loksins sé nógu mikið af börnum til þess að bjóða upp á íþróttina.

Halda að sér höndum vegna óvissunnar

Nýlega ákváðu þau Jón Garðar og Sara að fjárfesta í húsi á Bíldudal og fengu þau afhent fyrir tveimur vikum. „Við höfum eytt öllu okkar sparifé í að kaupa húsið og erum að gera það upp að innan, en núna þorir maður varla að eyða peningum því maður veit ekkert hvað er í gangi,“ segir Jón og bætir við að því hafi ekki einungis laxeldisfyrirtækin unnið samkvæmt starfsleyfum sínum í góðri trú, heldur hafi íbúar tekið ákvarðanir út frá þeim leyfum sem til staðar hafi verið og væntinga til atvinnu og uppbyggingar á svæðinu.

Sara ásamt þremur barna þeirra Jóns Garðars. Jón segir til …
Sara ásamt þremur barna þeirra Jóns Garðars. Jón segir til merkis um grósku á svæðinu að nýlega hafi börnin getað sótt fimleikaæfingar sem áður hafi ekki staðið til boða vegna fámennis. Ljósmynd/Aðsend

„Heilu byggðarlögin sitja eftir með ósvaraðar spurningar og þetta setur öll plön í óvissu,“ segir Jón. „Ef rekstrargrundvelli fyrirtækjanna er kippt undan þeim þá mun allt hérna deyja, ekki bara laxeldið. Öll störfin í skólum, leikskólum og í annarri þjónustu, sem ekki voru hér áður, fylgja á eftir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 590,60 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 780,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 372,96 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 402,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 306,67 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 359,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,25 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 590,60 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 780,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 372,96 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 402,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 306,67 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 359,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,25 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »