Eðlilegt að löggjöfin sé lagfærð

Lilja Rafney telur eðlilegt að sjávarútvegsráðherra, sem ábyrgðarmaður í málaflokknum, …
Lilja Rafney telur eðlilegt að sjávarútvegsráðherra, sem ábyrgðarmaður í málaflokknum, hafi umrædda heimild. Sigurður Bogi Sævarsson

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur eðlilegt að löggjöf í kringum fiskeldi sé lagfærð miðað við þá ágalla sem hafa komið fram í ógildingarmáli starfs- og rekstrarleyfa Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. Þetta sagði hún í samtali við mbl.is eftir fund með sjávarútvegsráðherra og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem kynnt var lagafrumvarp um breytingu á lögum um fiskeldi.

Frum­varpið, sem verður lagt fyrir Alþingi sem allra fyrst, að sögn ráðherra, ger­ir ráð fyr­ir að í þeim til­vik­um sem rekstr­ar­leyfi er fellt úr gildi geti ráðherra að feng­inni um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar gefið út rekstr­ar­leyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða.

Hefði mátt lagfæra fyrr

„Þetta er eitthvað sem eðlilegt er að ráðherra hafi möguleika á því hann er ábyrgðarmaður í þessum málaflokki,“ segir Lilja Rafney.

„Þetta er eitthvað sem hefði kannski átt að vera búið að koma í ljós áður, og hefði þurft að laga alveg burtséð frá þessu tiltekna máli,“ segir Lilja. „Þessi löggjöf miðast ekki við einhver einstök fyrirtæki, en við þessa málsmeðferð alla hefur komið í ljós að þarna eru hlutir sem þarf að laga.“

Fundur á morgun

Atvinnuveganefnd mun funda klukkan átta í fyrramálið, m.a. um fiskeldismálin, og verða gestir á fundinum fulltrúar Skipulagsstofnunar, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar.

„Þetta verður rætt í samhengi við annað. Það var búið að óska eftir fundi um þessi [fiskeldismál] í heild sinni og að starfsleyfin hefðu með úrskurði úrskurðarnefndarinnar verið felld úr gildi. Það er verið að uppfylla þá ósk nefndarmanna en svo er þetta mál komið upp núna, sem við þurfum líka að fjalla um. Það er þó auðvitað ekki búið að mæla fyrir málinu á Alþingi en það fer vonandi í útbýtingu sem fyrst,“ segir Lilja. 

Aðspurð sagðist hún ekki geta spáð fyrir um meðferð málsins í þinginu á morgun en vonaðist, málsaðila vegna, að málið geti gengið vel fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka