„Þetta var tækifærið til að koma heim“

Eva Dögg segir hóp af ungu fólki hafa keypt fasteignir …
Eva Dögg segir hóp af ungu fólki hafa keypt fasteignir í þorpinu á síðustu misserum. Eftir sitji verðlaus steypa ef atvinnutækifærin hverfa. Ljósmynd/Bæjarins besta

„Maður vaknar bara á morgnanna og reynir að mæta í vinnuna. Reynir að trúa því að þetta geti ekki endað svona. Það yrði rosalegt,“ segir Eva Dögg Jóhannesdóttir líffræðingur hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, en hún starfar við seiðaeldisstöð fyrirtækisins í botni Tálknafjaðar.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði í síðustu viku frá kröfu lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna Fjarðalax ehf. (dótturfélags Arnarlax) og Arctic Sea Farm hf. (dóttufélags Arctic Fish) um að fresta réttaráhrif­um fyrri úr­sk­urða nefnd­ar­inn­ar um að fella úr gildi starfs­leyfi og rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækj­anna í Tálknafirði og á Patreksfirði. Komst úr­sk­urðar­nefnd­in að þeirri niður­stöðu að hún hefði ekki heim­ild til að fresta réttaráhrif­um eig­in úr­sk­urða. Leyf­in voru felld úr gildi vegna tækni­legra ann­marka á út­gáfu leyf­anna.

Eva Dögg vill varla hugsa það til enda verði þetta lokaniðurstaðan, en hún býr á Tálknafirði ásamt fjölskyldu sinni og þau eru nýbúin að fjárfesta í húsi í þorpinu.

„Hvað verður þá um okkur? Eigum við að reyna að komast í burtu, reyna að selja húsin okkar sem við erum nýbúin að kaupa? Við erum stór hópur af ungu fólki sem hefur fjárfest hérna í fasteign. Ég er til dæmis nýbúin að kaupa hús sem hækkaði um fjórar milljónir á nokkrum árum. Ef maður ætlar að koma sér í burtu þá losnar maður ekki svo auðveldlega við þá fasteign, verði þetta niðurstaðan. Eftir stendur verðlaus steypa.“

Hefur áhrif á allt samfélagið

Hún segir stemninguna í bænum hafa verið þunga síðustu daga. Mikil óvissi ríka og fólki viti ekki hvað taki við. „Þetta er svona sambland af jarðarfararstemningu og gífurlegum baráttuhug í fólki. Það eru allir að reyna að berjast á móti þessu og við gefumst ekki svo auðveldlega upp,“ segir Eva Dögg. „Við Vestfirðingarnir erum þannig, gefumst ekki upp,“ bætir hún við.

Fólk hefur hins vegar áhyggjur af framtíðinni. „Þetta snýst ekki bara um fólk sem starfar við fiskeldið. Þetta snýst líka um aðra íbúa, eins og eldri borgara, hvað ætla þeir að gera? Fólk sem er búið með sinn vinnutíma, er komið á eftirlaun en vill vera hérna áfram. Hvernig gengur það án okkar, unga fólksins, án allrar atvinnu og útsvarsins? Þá lækkar þjónustustigið á svæðinu. Þetta hefur svo mikil áhrif á allt samfélagið og það eru allir með áhyggjur.“

Kom heim vegna tækifæra við laxeldi

Eva Dögg er fædd og uppalin á Vestfjörðum, nánar tiltekið í Dýrafirði. Þegar hún hélt til Danmerkur í líffræðinám á sínum tíma þá dreymdi hana alltaf um að koma aftur heim og starfa við það sem hún hafði menntað sig til. Hún hafði hins vegar litla trú á að draumurinn myndi rætast. En svo kom tækifærið. „Ég fékk tækifæri til að koma vestur þegar Fjarðarlax var að opna. Ég ætlaði bara fara að vinna í vinnslunni. Mig vantaði vinnu, nýkomin úr háskólanámi. En svo hef ég verið að vinna við rannsóknir í fiskeldinu. Mér bauðst svo þetta starf hjá Arctic Fish í vor og ákvað að slá til.“

Eva Dögg kom heim frá Danmörku því hún sá tækifæri …
Eva Dögg kom heim frá Danmörku því hún sá tækifæri í laxeldi á Vestfjörðum. Hún gerir ráð fyrir að fara aftur úr landi fari allt á versta veg. Ljósmynd/Aðsend

Ef ekki hefði verið fyrir atvinnutækifæri í fiskeldi á Vestfjörðum byggi Eva Dögg líklega enn í útlöndum. „Þetta var tækifærið til að koma heim. Ísland á alveg í sömu vandræðum og Vestfirðir, að fá fólk heim. Við þurfum að fá fólkið heim frá Danmörku og Noregi, sem fer út að læra. Ég var ein af þeim sem ætlaði ekkert að koma heim, en ég komst alla leið heim. Alla leið vestur.“

„Þetta er okkar lyftistöng og fjöregg“

Hún hefur starfað við seiðaeldisstöðina frá því í vor. Fylgst með seiðunum vaxa og dafna, gætt að heilsu þeirra og líðan. „Við erum hérna með milljónir af seiðum í seiðaeldisstöðinni inni í botni, sem eiga að fara á þessi tvö svæði, Tálknafjörð og Patreksfjörð, á næsta ári. Við vinnum við að ala þau og passa upp á þau. Síðustu mánuði hefur þessi fiskur verið að vaxa og hrognin að klekjast út. Þannig fiskurinn er til. Það tekur tíma fyrir hann að vaxa áður en hann fer út í sjó,“ útskýrir hún.

„Við erum tvær háskólamenntaðar konur sem störfum hérna. Við erum því með menntað fólk; bæði háskólamenntað og iðnaðarmenn, fyrir utan verkafólk.“

Um tíu fastráðnir starfsmenn starfa við seiðaeldisstöðina, en fjöldi annarra starfa hafa skapast í kringum stöðina sem enn er í byggingu. Á svæðinu núna eru til að mynda rafvirkjar, píparar og byggingaverkafólk að störfum, að sögn Evu Daggar. „Það eru ótrúlega mörg og fjölbreytt störf sem skapast í tengslum við þetta. Það er til að mynda fyrirtæki hérna sem heitir Sjótækni og starfsmenn þess vinna mikið við kvíarnar, til dæmis við að köfun.“

Þá segir hún mikið líf hafa færst í þorpið síðustu misseri. „Við erum með veitingastað í 250 manna samfélagi sem opinn í hádeginu á hverjum degi. Þar er hægt er að fá fínan mat. Frystihúsið hérna lokaði fyrir nokkrum árum og það er ekkert talað um það lengur. Þetta er það eina. Þorpið væri allt öðruvísi ef við hefðum ekki fiskeldið. Þetta er okkar lyftistöng og fjöregg, eins og hefur verið talað um.“

Gerir ráð fyrir að reyna að komast til útlanda 

Eva Dögg gerir ráð fyrir því, ef endanleg niðurstaða verður sú að fyrirtækin fái ekki starfs- og rekstrarleyfi, þá missi hún vinnuna ásamt fjölda annarra. „Ef við getum ekki komið fisknum fyrir þegar hann hefur náð réttri stærð og er tilbúinn að fara í sjó, þá veit ég ekki hvað við gerum. Það eru allir mjög stressaðir og fólki líður illa með þessa óvissu. Það er enginn sem getur sagt okkur hvað er að fara að gerast. Við vitum það hins vegar að okkar sveitarstjórnarfólk er á fullu, og oddviti Tálknafjarðarhrepps hefur verið fyrir sunnan að ræða við ríkisstjórnina, þannig við vitum að það er verið að berjast.“

Bjarnveig Guðbrandsdóttir oddviti og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, hittu formenn stjórnarflokkana um helgina ásamt sveitarstjórnarfólki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá fundinum á Facebook og sagði sveitarstjórnarfólk hafa lagt áherslu á að fyrirtækin hefðu hafið sína starfsemi í góðri trú um að hafa aflað tilskilinna leyfa með réttum hætti. Að stöðva starfsemina án fyrirvara væri til þess fallið að valda tjóni til allrar framtíðar. Þá var lýst yfir áhyggjum af áhrifunum á samfélögin fyrir vestan.

Eva Dögg segir fólk því enn halda í vonina. Ekki sé annað hægt, það sé svo mikið í húfi. „Annars getum við bara sest niður og farið að gráta.“ Sveitarstjórnarfólk og stjórnendur fyrirtækjanna hafi verið duglegir að stappa í fólk stálinu og reyni að upplýsa um stöðuna eftir fremsta megni, um leið og nýjar fréttir berist.

Sjálf sér hún ekki annað atvinnutækifæri fyrir sig á svæðinu og gerir ráð fyrir því að reyna að komast í burtu fari allt á versta veg. „Ég hef ekki áhuga á að fara til Reykjavíkur, alls ekki. Ef þetta verður niðurstaðan þá langar mig ekki að borga mína skatta á Íslandi. Þá fer ég bara til útlanda,“ segir Eva Dögg en hún hefur heyrt fleiri tala á svipuðum nótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Stína SH 91 Grásleppunet
Grásleppa 277 kg
Samtals 277 kg
27.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 852 kg
Samtals 852 kg
27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Stína SH 91 Grásleppunet
Grásleppa 277 kg
Samtals 277 kg
27.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 852 kg
Samtals 852 kg
27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg

Skoða allar landanir »