„Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins. Ókyrrðin hefur verið mikil og óöryggið sömuleiðis, og úr því þurfti að bæta.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við 200 mílur.
Nýtt frumvarp Kristjáns, sem hann kynnti fyrir ríkisstjórninni í dag, kveður á um að í þeim tilvikum er rekstrarleyfi er fellt úr gildi geti ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunar, enda mæli ríkar ástæður með, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða.
Fram kemur í frumvarpinu að ráðherra geti sett rekstrarleyfi til bráðabirgða svo að viss skilyrði fyrir tilgangi leyfisins geti náðst, meðal annars um samdrátt þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir hendi, um tímafresti vegna úrbóta eða ef um meðferð máls fyrir dómstólum er að ræða.
„Við reynum að bregðast við með almennum hætti og gerum það á þeim grunni að útbúa almenna heimild í lögum um fiskeldi, sem gerir ráðherra fiskeldismála kleift að grípa til ráðstafana til að gæta meðalhófs, við ástand sem þetta,“ segir Kristján.
„Það er þarna galli í löggjöfinni hjá okkur sem þessi úrskurður dregur fram í ljósið, ekki síst í ljósi áhrifanna sem hann svo hefur. Þá verðum við að hafa einhver úrræði til taks, til þess að reyna að leggja mat á það með hvaða hætti best verði forðað tjóni.“
Aðspurður segist Kristján telja að ágætisstuðningur sé fyrir frumvarpinu á Alþingi, en hann stefnir á að leggja frumvarpið fyrir þingið sem allra fyrst.
„Ég held að það sé fullur skilningur á því meðal allra þingflokka, að það þarf að bregðast við, og ég hef ekki skynjað annað en ágæta samstöðu um það. Svo geta menn haft skoðanir á því hvernig best sé farið að, en það er eðlilegt.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 204,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 387,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 204,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 121,39 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |