„Það var ekkert annað í boði“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra við Stjórnarráðið fyrr í dag.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra við Stjórnarráðið fyrr í dag. mbl.is/​Hari

„Það var ekk­ert annað í boði en að bregðast við því upp­hlaupi sem hafði skap­ast í kjöl­far úr­sk­urðar­ins. Ókyrrðin hef­ur verið mik­il og óör­yggið sömu­leiðis, og úr því þurfti að bæta.“ Þetta seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við 200 míl­ur.

Nýtt frum­varp Kristjáns, sem hann kynnti fyr­ir rík­is­stjórn­inni í dag, kveður á um að í þeim til­vik­um er rekstr­ar­leyfi er fellt úr gildi geti ráðherra, að feng­inni um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar, enda mæli rík­ar ástæður með, gefið út rekstr­ar­leyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða.

„Galli í lög­gjöf­inni“

Fram kem­ur í frum­varp­inu að ráðherra geti sett rekstr­ar­leyfi til bráðabirgða svo að viss skil­yrði fyr­ir til­gangi leyf­is­ins geti náðst, meðal ann­ars um sam­drátt þeirr­ar starf­semi sem þegar er fyr­ir hendi, um tíma­fresti vegna úr­bóta eða ef um meðferð máls fyr­ir dóm­stól­um er að ræða.

„Við reyn­um að bregðast við með al­menn­um hætti og ger­um það á þeim grunni að út­búa al­menna heim­ild í lög­um um fisk­eldi, sem ger­ir ráðherra fisk­eld­is­mála kleift að grípa til ráðstaf­ana til að gæta meðal­hófs, við ástand sem þetta,“ seg­ir Kristján.

„Það er þarna galli í lög­gjöf­inni hjá okk­ur sem þessi úr­sk­urður dreg­ur fram í ljósið, ekki síst í ljósi áhrif­anna sem hann svo hef­ur. Þá verðum við að hafa ein­hver úrræði til taks, til þess að reyna að leggja mat á það með hvaða hætti best verði forðað tjóni.“

Tel­ur að frum­varpið muni njóta stuðnings

Aðspurður seg­ist Kristján telja að ágæt­isstuðning­ur sé fyr­ir frum­varp­inu á Alþingi, en hann stefn­ir á að leggja frum­varpið fyr­ir þingið sem allra fyrst. 

„Ég held að það sé full­ur skiln­ing­ur á því meðal allra þing­flokka, að það þarf að bregðast við, og ég hef ekki skynjað annað en ágæta sam­stöðu um það. Svo geta menn haft skoðanir á því hvernig best sé farið að, en það er eðli­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »