Þörf á breiðari sátt um laxeldi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á rík­is­stjórn­arfundi í dag þar sem …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á rík­is­stjórn­arfundi í dag þar sem staða lax­eld­is­fyr­ir­tækja í Pat­reks­firði og Tálknafirði var til umræðu. mbl.is/Hari

Rík þörf er á að ná breiðari sátt um laxeldi, bæði út frá umhverfis- og byggðasjónarmiðum. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Það segir hann sjókvíaeldi vera umdeilt vegna umhverfisáhrifa, ekki síst vegna hættunnar á slysasleppingum og erfðablöndun við náttúrulega laxastofna.

Ráðherra segir að þegar kemur að sjókvíaeldi þurfi bæði að líta til skammtíma- og langtímaverkefna.

„Langtímaverkefnið er skýrt: Að sjá til þess að íslenskt fiskeldi þróist í átt að því öruggasta sem hægt er út frá umhverfissjónarmiðum, hvort sem varðar laxalús, erfðablöndun, úrgang frá eldi eða annað. Að mínu mati þarf að styðja betur við þróun fleiri aðferða í fiskeldi en ekki einungis að vera með sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er ekki bara mikilvægt fyrir náttúruna heldur einnig byggðir landsins. Við verðum að vera meðvituð um áhættuna sem við tökum gagnvart náttúru landsins og draga úr umhverfisáhrifum laxeldis með öllum tiltækum leiðum,“ segir í færslu ráðherra.

Þörf á að vinna úr annmörkum á umhverfismati

Skammtímaverkefnið er tilkomið vegna nýlegra úrskurða frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem ógilti bæði starfs- og rekstr­ar­leyfi Fjarðalax og Arn­ar­lax fyr­ir fisk­eldi í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

„Það snýst um að vinna úr þeim annmörkum á umhverfismati sem bent var á í úrskurðunum og sneri að því að ekki voru bornir saman valkostir um hvaða aðferðir eða umfang væri í fiskeldinu,“ skrifar ráðherra og segir hann mikilvægt að bæta úr þeim annmörkum.

„Hluti umræðunnar um þessa úrskurði snýr að sanngirnis- og meðalhófssjónarmiðum, þ.e.a.s. að fyrirtæki geti fengið hæfilegt rými og sanngjarnan frest til að bæta úr annmörkum á leyfum eða umhverfismati sem að baki leyfunum liggja án þess að það kollvarpi starfsemi þeirra,“ skrifar ráðherra.

Ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á úrskurðanefndinni

Guðmundur Ingi bendir á að lög um fiskeldi heyri undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Samkvæmt þeim er Matvælastofnun gert skylt að stöðva starfsemi fiskeldis ef rekstrarleyfi fellur úr gildi. Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem m.a. kveða á um útgáfu starfsleyfa fyrir fiskeldi og heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra, er á hinn bóginn ekki skylt að stöðva starfsemina. Þau tilvik geta komið upp að rekstrarleyfi í fiskeldi séu ógilt vegna annmarka t.d. á umhverfismati og hefur verið bent á að þá séu engin úrræði til að gæta meðalhófs á meðan unnið er úr slíkum annmörkum. Það er þetta sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur verið með til skoðunar,“ skrifar Guðmundur Ingi.

Hann segir úrskurði úr­sk­urðar­nefndar um um­hverf­is- og auðlinda­mál samt sem áður skipta máli þar sem þeir draga fram nauðsyn þess að skoða fleiri en einn kost líkt og lögin um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Ráðherra telur að ekki sé verið að taka fram fyrir hendurnar á nefndinni þar sem einungis sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim annmörkum sem nefndin benti á en ekki fella úrskurðina úr gildi.

Þá ítrekar Guðmundur Ingi að í framtíðinni verði að nást breiðari sátt um laxeldi, bæði út frá umhverfis- og byggðasjónarmiðum. „Þar tel ég skipta miklu máli að þróa betur aðferðir sem draga úr eða tryggja að ekki verði erfðablöndun við villta laxastofna á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 197,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka