Fundað í atvinnuveganefnd um laxeldið

mbl.is/Helgi Bjarnason

Fundur hefur staðið yfir í morgun í atvinnuveganefnd Alþingis um laxeldið í landinu. Fundurinn stendur enn yfir en Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir fundi í nefndinni í lok síðasta mánaðar í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum.

Halla Signý óskaði eftir því að á fundinn í atvinnuveganefnd yrðu boðaðir fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, sjávarútvegsráðuneytinu og Matvælastofnun en gestir hafa verið á fundinum í morgun. Þegar óskin um fundinn kom fram sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að hún teldi rétt að bíða með það að funda þar til ljóst væri til hvaða aðgerða stjórnvöld ætluðu að grípa til enda lægi fyrir að málið væri til umfjöllunar á þeim vettvangi.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær um breytingar á lögum um fiskeldi þess efnis að ráðherra fái heimild til þess að veita rekstrarleyfi til bráðabirgða við ákveðnar aðstæður. Frumvarpið var kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og var sent öðrum þingflokkum í morgun. Búist er við að frumvarpið verði lagt fram á þingi við fyrsta tækifæri og áhersla lögð á skjóta afgreiðslu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg
23.11.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.808 kg
Ýsa 2.211 kg
Keila 60 kg
Hlýri 36 kg
Karfi 28 kg
Langa 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 9.153 kg
23.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 6.997 kg
Skarkoli 2.983 kg
Þorskur 208 kg
Þykkvalúra 17 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 10.221 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg
23.11.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.808 kg
Ýsa 2.211 kg
Keila 60 kg
Hlýri 36 kg
Karfi 28 kg
Langa 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 9.153 kg
23.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 6.997 kg
Skarkoli 2.983 kg
Þorskur 208 kg
Þykkvalúra 17 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 10.221 kg

Skoða allar landanir »

Loka