Kannað verði hvort viðskiptin séu hagfelld

Gildi, lífeyrissjóður.
Gildi, lífeyrissjóður.

Mikilvægt er, vegna tengsla HB Granda og Útgerðarfélags Reykjavíkur, að ákvörðunartaka um kaup HB Granda á félaginu Ögurvík af ÚR sé hafin yfir allan vafa.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lífeyrissjóðurinn Gildi hefur sent frá sér, í kjölfar þess að framkvæmdastjóri ÚR sendi HB Granda bréf fyrr í dag þar sem hann segir það ekki lengur vilja félagsins að halda áfram með viðskipti með Ögurvík að sinni, sökum efasemda eins af stærri hluthöfum HB Granda.

Ljóst þykir að framkvæmdastjórinn vísi þar til tillögu Gildis frá í gær, að bókun fyrir komandi hluthafafund, þar sem lífeyrissjóðurinn lagði til að óháður aðili yrði fenginn til að leggja mat á viðskiptin og skilmála þeirra.

„Í tillögu Gildis-lífeyrissjóðs felst ekki afstaða til umræddra viðskipta,“ segir í yfirlýsingu Gildis.

„Vegna tengsla milli aðila er hins vegar mikilvægt að ákvörðunartakan sé hafin yfir allan vafa. Í tillögunni felst að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin um viðskiptin, m.a. varðandi mat á því hversu vel rekstur Ögurvíkur ehf. fellur að rekstri HB Granda hf., eins og nánar kemur fram í tillögu sjóðsins. Hluthafafundi hefur verið fært endanlegt ákvörðunarvald og telur Gildi í ljósi umfangs viðskipta og tengsla milli aðila að vanda þurfi alla málsmeðferð.“

Fyrir hluthöfum liggi nú að taka efnislega afstöðu til málsins á hluthafafundi HB Granda hf., 16. október, þar á meðal til tillögu Gildis um að lagt verði nánara mat á hvort viðskiptin séu hagfelld fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »