Stjórn HB Granda ræðir bréfið frá ÚR

Flotinn í höfn. Stjórn HB Granda hafði áður samþykkt kaup­in …
Flotinn í höfn. Stjórn HB Granda hafði áður samþykkt kaup­in á Ögurvík. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Stjórn HB Granda mun koma saman til fundar á fimmtudag og ræða bréf framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, stærsta hluthafa HB Granda, til fyrirtækisins, og um leið þá tillögu sem þar kemur fram, um að hætta við viðskiptin með alla hluti í Ögurvík að sinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni.

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét Brim, keypti fyrr á þessu ári 34% hlut í HB Granda fyr­ir rúm­lega 21 millj­arð. Síðar var til­kynnt um þau áform HB Granda að kaupa Ögur­vík af ÚR, sem er eins og fyrr seg­ir stærsti eig­andi HB Granda. Eig­andi ÚR er Guðmund­ur Kristjáns­son, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda. Kaup­verðið var 12,3 millj­arðar króna en það bygg­ðist á niður­stöðum tveggja óháðra mats­manna.

Fyrr í dag var greint frá því að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur vilji ekki lengur selja Ögurvík til HB Granda.

Stjórn HB Granda hafði áður samþykkt kaup­in á Ögurvík, en líf­eyr­is­sjóður­inn Gildi, einn stærsti hlut­hafi HB Granda, lagði í gær fram tillögu að bók­un fyr­ir hlut­hafa­fund fé­lags­ins sem hald­inn verður 16. októ­ber, um að fá fyr­ir­tækjaráðgjöf Kviku til að meta kaup­in og skil­mála þeirra.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hafi tekist að eyða öllum efasemdum

Í bréfi sem Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, sendi til HB Granda og var birt á vef Kaup­hall­ar­inn­ar, kem­ur fram að ÚR telji að í ljósi reynslu, þekk­ingar og kunn­áttu af minni­hluta­vernd og deil­um við hlut­hafa sé rétt að hætta við viðskipt­in með Ögur­vík að þessu sinni. Seg­ir í bréf­inu að ljóst sé að ekki hafi tek­ist að eyða öll­um efa­semd­um um að viðskipt­in séu gerð á grund­velli arms­lengd­ar­sjón­ar­miða og að það sé ein­læg­ur vilji for­svars­manna ÚR að starfa í sátt, sam­lyndi og án átaka við aðra hlut­hafa fé­lags­ins.

„ÚR tel­ur það ekki skyn­sam­legt að knýja viðskipt­in í gegn á þess­um tíma­punkti gegn efa­semd­um (vilja) eins af stærri hlut­höf­um í HB Granda,“ seg­ir í bréf­inu.

Örlagaríkur ágreiningur

Fyrr á þessu ári var kannaður grundvöllur fyrir því á vettvangi HB Granda að kaupa Ögurvík. Þá varð ekkert af kaupunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fyrr í haust var það mat stjórnenda HB Granda á þeim tíma að verðmiði upp á ríflega 12 milljarða væri of hár og gæti gert útgerðarfélaginu erfitt um vik að ná arðsemismarkmiðum sínum.

Var það mat félagsins á þeim tíma að ekki væri hægt að réttlæta kaup á Ögurvík fyrir meira en 8 milljarða króna. Það er 4,3 milljörðum lægri fjárhæð en síðar var ákveðið að kaupa fyrirtækið á.

Heimildir Morgunblaðsins hermdu þá einnig að ágreiningur um möguleg kaup á Ögurvík fyrr á þessu ári hafi orðið til þess að Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þáverandi forstjóra HB Granda, hafi verið sagt upp störfum. Uppsögnin var kynnt opinberlega 21. júní. Sömu heimildir hermdu að sú atburðarás hafi einnig birst í brotthvarfi Rannveigar Rist en hún sagði sig úr stjórn félagsins 27. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »