ÚR vill hætta við söluna á Ögurvík

Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims og stór hluthafi í HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims og stór hluthafi í HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét Brim og er stærsti eigandi í HB Granda, segir það vilja sinn að ekki verði farið í viðskipti með sölu félagsins á útgerðarfélaginu Ögurvík. Stjórn HB Granda hafði áður samþykkt kaupin, en lífeyrissjóðurinn Gildi, sem er einn stærsti hluthafi HB Granda, hafði lagt fram bókun fyrir hluthafafund félagsins sem haldinn verður 16. október um að fá fyrirtækjaráðgjöf Kviku til að meta kaupin og skilmála þeirra.

ÚR er eigandi Ögurvíkur og fyrr á þessu ári keypti ÚR 34% hlut í HB Granda fyrir rúmlega 21 milljarð. Síðar var tilkynnt um áform HB Granda að kaupa Ögurvík af ÚR, sem er eins og fyrr segir stærsti eigandi HB Granda. Eigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson, en hann er jafnframt forstjóri HB Granda. Kaup­verðið var 12,3 millj­arðar króna en það bygg­ðist á niður­stöðum tveggja óháðra mats­manna.

Í bréfi sem Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, sendi til HB Granda og var birt á vef Kauphallarinnar, kemur fram að ÚR telji, í ljósi reynslu, þekkingar og kunnáttu af minnihlutavernd og deilum við hluthafa, að rétt sé að hætta við viðskiptin með Ögurvík að þessu sinni. Segir í bréfinu að ljóst sé að ekki hafi tekist að eyða öllum efasemdum um að viðskiptin séu gerð á grundvelli armslengdarsjónarmiða og að það sé einlægur vilji forsvarsmanna ÚR að starfa í sátt, samlyndi og án átaka við aðra hluthafa félagsins.

„ÚR telur það ekki skynsamlegt að knýja viðskiptin í gegn á þessum tímapunkti gegn efasemdum (vilja) eins af stærri hluthöfum í HB Granda,“ segir í bréfinu.

Ögur­vík ehf. ger­ir út Vigra RE 71 sem er 2.157 tonna frysti­tog­ari smíðaður árið 1992. Afla­heim­ild­ir fé­lags­ins á fisk­veiðiár­inu sem hófst 1. sept­em­ber 2018 eru 7.680 tonn af botn­fiski og 1.663 tonn af mak­ríl miðað við út­hlut­un árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,47 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,16 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg
22.7.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 575 kg
Karfi 477 kg
Þorskur 302 kg
Hlýri 140 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.501 kg
22.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,47 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,16 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg
22.7.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 575 kg
Karfi 477 kg
Þorskur 302 kg
Hlýri 140 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.501 kg
22.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »